Helgarpósturinn - Leiðin liggur til Kólumbíu
Íslendingar hafa á síðustu þrjátíu árum ættleidd þrjúhundruð erlend börn. Stærsti hópurinn, eða yfir áttatíu börn, komu frá Sri Lanka fyrir áratug. Hátt í hundrað og tuttugu kjörbörn hafa síðan verið ættleidd frá Indónesíu og Indlandi. Á síðustu árum hafa æ fleiri farið á eigin vegum til Kólumbíu í ættleiðingarhugleiðingum eftir að hafa gefist upp á biðröðinni hjá íslenskri ættleiðingu.
Mjög hefur færst í aukana að Íslendingar fari eigin leiðir í að ættleiða börn frá öðrum löndum. Eins og kom fram í fréttum Morgunpóstsins nýverið er Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra ásamt eiginkonu sinni, Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur, um þessar mundir í Kólumbíu þar sem þau ættleiddu nýverið stúlkubarn á eigin vegum.
I kjölfar fréttarinnar um ráðherrahjónin kom á daginn að þau eru ekki einu íslensku hjónin sem leitað hafa á náðir Kólumbísku félagsmálastofnunarinnar.
Á annan tug íslenskra hjóna hafa á undanförnum árum brotið sér eigin leið til Kólumbíu í gegnum kunningjatengsl og sum leitað þangað oftar en einu sinni. Stofnun sem haft hefur milligöngu um ættleiðingar frá Kólumbíu er staðsett í höfuðborginni Bogotá og má segja að hún sé hattur allra minni ættleiðingastofnana í landinu; bæði ríkisstofnana og einkastofnana. Töluvert er um að Vesturlandabúar hafi ættleitt börn frá Kólumbíu á undanförnum árum og eru elstu kólumbísku börnin á íslandi komin hátt á tvítugsaldur.
Eftir því sem næst verður komisteru fyrstu ættleiðingar kólumbískrabarna til Islands raktar til íslensksnámsmanns í Bandaríkjunum sem í gegnum kólumbískan kunningja sinn komst í samband við þessa stofnun fyrir nærri tveimur áratugum. Síðan hefur eitt leitt af öðru og þótt ekki hafí það farið hátt hafa IsÍendingar unnið sér traust stofnunarinnar.
Íslensk ættleiðing seinvirk og dýr
Þótt haft sé á orði að hjón fari utan á eigin vegum og ættleiði börn er ekki þar með sagt að þetta sama fólk fái ekki samþykki íslenskra yfirvalda. Ekki er venjan að dómsmálaráðuneytið úttali sig um einstök mál en engu að síður vildi fulltrúi þess, Áslaug Þórarinsdóttir, sem sér um ættleiðingamál ráðuneytisins, gera undantekningu nú og koma því á framfæri að ættleiðingamál umhverfisráðherra og eiginkonu hans séu algerlega í venjubundnum farvegi, þrátt fyrir að þau hafi leitað til Kólumbíu á eigin spýtur.
Það sem átt er við þegar hjón ættleiða á eigin vegum er að þau hafi kosið að leita ekki til Islenskrar ættleiðingar sem að langstærstum hluta hefur haft milligöngu um ættleiðingar á Islandi til þessa. Ástæðan er sú að mörgum þykir félagið í senn seinvirkt vegna langra biðlista, en 30 manns eru iðulega á biðlista hjá Islenskri ættleiðingu og tekur hver ættleiðing allt að hálft þriðja ár, auk þess sem margir telja milliliðakostnað of háan. Að sögn Guðrúnar Sveinsdóttur, starfsmanns Íslenskrar ættleiðingar, kostar um það bil hálfa milljón króna að ættleiða barn til íslands í gegnum Islenska ættleiðingu. I þeim kostnaði er innifalin pappírsvinna, greiðsla til ættleiðingastöðva erlendis og ferðakostnaðar. Á meðan benda aðilar, sem Ieitað hafa milliliðalaust til Kólumbíu á, að engan kostnað þurfi þar að reiða af hendi til þarlendrar stofnunar; einungis þurfi að greiða fyrir pappírsvinnu, ef til vill túlk erlendis, lögfræðikostnað og ferðakostnað. En hjón hafa kost á að leita ýmist til ríkisstofnana í Kólumbíu eða einkastofnana. Fyrrnefndu stofnanirnar taka ekki eyri fyrir viðvikið. Bent er á að kostnaðurinn sé því langt því frá hálf milljón. En þó má geta þess að ferðakostnaður í kringum ættleiðingar í Kólumbíu hefur hækkað töluvert eftir að því var komið á að nýbakaðir foreldrar þyrftu að dvelja þar um fimm vikna skeið í stað tveggja vikna áður.
Uppfylla þarf ýmis skilyrði
Líkt og á hinum Norðurlöndunum eru strangar kröfur gerðar til tilvonandi foreldra kjörbarna hér á landi sem og til erlendra ættleiðingarstofnana. „Þótt það sé að færast í aukana að hjón ættleiði börn milliliðalaust frá öðrum löndum eigum við enn ágætt samstarf við Islenska ættleiðingu. Við hjá Félagsmálastofnun gerum engan greinarmun á því hvort fólk fari eigin leiðir eða nýti sér Islenska ættleiðingu sem millilið," sagði Hrönn Björnsdóttir, starfsmaður Félagsmálastofnunar, en sú stofnun er umsagnaraðili í ættleiðingarmálum hérlendis. Sótt er hins vegar um ættleiðingar til dómsmálaráðuneytisins sem gefur svo endanlegt leyfi eftir að Félagsmálastofnun hefur kannað allar aðstæður.
Þrjú skilyrði þarf að uppfylla til þess að eygja möguleika á því að ættleiða barn. Snúa þau skilyrði að aldri umsækjenda, sambúðartíma og vottorði þess efhis að viðkomandi hjón geti ekki átt börn, ennfremur að heilsufari almennt. Væntanlegir foreldrar verða að að vera búnir að ná 25 ára aldri og hafa verið giftir í minnst eitt ár og með þrjú sambúðarár að baki. Hjón sem sækja um að ættleiða kjörbarn mega heldur ekki vera eldri en 45 ára. Einhleypingar koma ekki til greina. Að jafnaði mega hjón ekki ættleiða nema eitt barn í einu, auk þess sem sett eru þau skilyrði að það barn verði að vera yngsta barnið á heimilinu. Þó hafa verið gerðar einstaka undanþágur frá fyrra atriðinu. Komið hefur fyrir að hjónum hafi verið veitt leyfi til þess að ættleiða tvö börn í einu, einkum ef um systkini er að ræða.
I kjölfar beiðni frá dómsmálaráðuneytinu eru kannaðar aðstæður tilvonandi foreldra. Er það gert með nokkrum viðtölum og heimsóknum á heimili. Eftir að barnið er komið til landsins er foreldrum gefinn að lágmarki þriggja mánaða reynslutími og fylgist þá Félagsmálastofnun áfram með gangi mála. Og ef ástæða þykir til eru læknar einnig látnir fylgjast með gangi mála. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálastofhun eru engin dæmi þess að börnum hafi verið skilað til baka.
Hrönn segir vinnu Félagsmálastofnunar jafhframt fólgna í því að gera fólki grein fyrir hvað það er að fara út í. „Ef hjón ættleiða til dæmis litað barn leggjum við sérstaka áherslu á að að þau séu búin að velta því fyrir sér hvernig á að taka á þeim máium, til dæmis gagnvart fjölskyldu. En það sem við gerum einnig er að aðstoða fólk við að gera sér grein fyrir því hvort það er að taka rétta ákvörðun eða ekki, áður en kemur að sjálfri ættleiðingunni."
Ættleiðingarsprenging á síðasta áratug
Samkvæmt upplýsingum frá ÍsIenskri ættleiðingu hafa alls þrjú hundruð börn verið ættleidd til íslands á síðastliðnum þrjátíu árum og eru því elstu erlendu kjörbörnin á Islandi að nálgast þrítugt. Fyrsti hópurinn sem Islendingar ættleiddu kom frá Kóreu, en þaðan komu um það það bil tuttugu börn á vegum félags sem hét Island/Kórea og eru þau flest komin yfir tvítugt. Ættleiðingasprenging varð svo á fyrri hluta níunda áratugarins er ættleidd voru yfir áttatíu börn frá Sri Lanka. Flest eru þau börn í dag á aldrinum átta til tíu ára. Lokað hefur verið fyrir ættleiðingar þaðan nú, ekki þó vegna þess hvernig Islendingar stóðu að málunum, heldur vegna innanríkismála þar í landi.
Á árunum 1980 til 1985 voru ættleidd að meðaltali 73 kjörbörn á ári. Inni í þeim tölum er innlendar ættleiðingar, þó ekki fósturforeldra heldur fósturfeðra. Að meðaltali ættleiddu 20 karlmenn stjúpbörn sín á árunum 1991 til 1993 en það er önnur saga. Ættleiðingum fækkaði hins vegar verulega frá 1986 til 1990 eða um þriðjung, en þá voru 48 kjörbörn ættleidd og 1991 áttu sér stað 30 ættleiðingar, 41 barn var ættleitt 1992 en í fyrra 38.
Kjörböm á Islandi eru hvaðanæva að úr heiminum en stærsti hópurinn, eftir að Sri Lanka lokaði fyrir ættleiðingar, kemur frá Indónesíu. Alls 60 börn hafa verið ættleidd þaðan og nú fer að líða að því að barn númer sextíu verði ættleitt frá Indlandi. En Islendingar eru mest á slóðum Indlands um þessar mundir, eða í tengslum við indversk bamaheimili. Þá munu leiðirnar vera nokkuð greiðar um þessar mundir til Tælands og Víetnam.
Dæmi eru einnig um það að börn hafi verið ættleidd til Islands frá Grænhöfðaeyjum, Tyrklandi og Costa Rica.
Glasafrjóvganir niðurgreiddar, ættleiðingar ekki
Guðrún Sveinsdóttir, starfsmaður Islenskrar ættleiðingar, vill lítið gera úr gagnrýni þeirra sem ættleitt hafa börn án milligöngu félagsins. Þegar börn séu ættleidd frá Indlandi fari hluti milliliðakostnaðarins til þessa einkarekna barnaheimilis sem Islendingar eiga viðskipti við og að hluta til í góðgerðarstarfsemi. Þótt barnaheimilið sé einkarekið eru allar ættleiðingarnar háðar samþykki stjómvalda. Og ávallt er reynt að hafa fyrst upp á indverskum kjörforeldrum áður en börnin fara úr landi. „Við höfum ekkert á móti því að hjón sem hafa leyfi yfirvalda fari eigin leiðir í ættleiðingum. Félaginu koma þau mál ekkert við. Ef eitthvað er höfum við frekar reynt að styðja við bakið á þessu fólki. Við veitum hins vegar engin leyfi og fáum lítið frá yfirvöldum. Þar af leiðandi getum við lítið gert fyrir fólk í þessum hugleiðingum annað en að beina því áfram á réttar brautir. Félagið starfar því meira sem foreldrafélag, en sameiginlegir hagsmunir þess eru meðal annars að berjast fyrir því að foreldrar ættleiddra barna fái fullt fæðingarorlof," segir Guðrún, en til þessa hefur þessi hópur fengið mánuði skemmra fæðingarorlof en aðrir.
Þótt ættleiðingar séu orðnar töluverðar framhjá félaginu hefur þeim engu að síður fækkað og eru allir því sammála að aukin fjölgun glasafrjóvgunar, eftir að Islendingar tóku þá tækni í sínar hendur fyrir þremur árum, sé helsta skýringin. Alls 250 pör á ári hafa farið í gegnum glasafrjóvgun tvö síðastliðin ár. Glasafrjóvgunin í fyrsta sinn kostar 105 þúsund krónur en 60 þúsund í næstu þrjú skiptin. Hver meðferð kostar engu að síður 200 þúsund krónur sem þýðir að glasafrjóvganir á Islandi eru niðurgreiddar og voru einnig á meðan fólk sótti þessa þjónustu erlendis. En nokkrir hafa bent á að hér sé nokkuð óréttlæti á ferðinni þar sem ættleiðingar séu með engu niðurgreiddar af íslenska ríkinu.
Halda að að þessi börn séu programmeruð öðruvísi
Ættleiðingar voru lengst af, eins og flest sem ekki er samkvæmt formúlunni, mikið feimnismál á Islandi og er jafnvel enn þann dag í dag ef marka má mismunandi viðbrögð við frétt Morgunpóstsins um hvað umhverfisráðherrann og frú hans aðhafast í Kólumbíu um þessar mundir. Hins vegar fagna flestir þeir, sem rætt var við og staðið hafa í sömu sporum og ráðherrahjónin, fréttinni og vonast í kjölfarið að litið verði á þessa aðferð til að eignast börn sem eðlilegan þátt mannlífsins. Þetta sama fólk vonast jafnframt eftir því að þau hafi eignast öflugan bandamann sem stuðli að greiðari aðgang Islendinga að milliliðalausum ættleiðingum erlendis.
Guðrún Sveinsdóttir, sem á tvö kjörbörn, annað frá Sri Lanka og hitt frá Indlandi, segist almennt lítið hafa orðið vör við fordóma gagnvart ættleiðingum hérlendis. „Það er orðið nokkuð algengt að sömu hjónin ættleiði tvö börn með einhverju millibili hér á landi sem ég tel helstu vísbendinguna um hvað gengur vel. Mér finnst fólk ekki líta á ættleiðingar neinum fordómaaugum, hins vegar kemur það fyrir varðandi nýbúa. Umfjöllum um þá hefur verið heldur neikvæð að undanförnu. Oft gerir líka fólk ekki greinarmun á nýbúum og langt að komnu fólki sem alist hefur upp hér eins og aðrir Islendingar og borðar hangikjöt, laufabrauð og skyr. Fólk virðist í fljótu bragði halda að þessi börn séu prógrammeruð til þess að læra eitthvað annað tungumál. Ég held hins vegar alls ekki að það sé illa meint. Miklu fremur tel ég að fólk hugsi ekki hlutina til enda," segir Guðrún Sveinsdóttir
Höfundur: Guðrún Kristjánsdóttir.