Fréttir

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995

Inn­lent | mbl | 27.11.2017 | 9:30
Skjá­skot/​Hag­stofa.is
 

Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands voru 32 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2016 og hafa ætt­leiðing­ar ekki verið jafn fáar á einu ári frá 1995. Árið 2016 voru stjúpætt­leiðing­ar 17 en frumætt­leiðing­ar 15. Árið 2015 voru alls 47 ætt­leiðing­ar á Íslandi.

Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 12 árið 2016 sem er fækk­un frá fyrra ári, þegar þær voru 17. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um hafa verið á milli 10 og 18 síðustu fimm ár. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína en árið 2016 voru flest­ar ætt­leiðing­ar frá Tékklandi, alls níu. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda.

Stjúpætt­leiðing­ar árið 2016 voru óvenju fáar eða 17. Það er mik­il fækk­un frá ár­inu 2015 þegar þær voru 28. Í öll­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru þrjár árið 2016. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda.

mbl.is - Ætt­leiðing­ar ekki færri síðan 1995


Svæði