Fréttir

Mbl.is - Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur ætt­leitt

Lára Halla Sig­urðardótt­ir
lara­halla@mbl.is

mbl.is
Lára Halla Sigurðardóttir

Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur óskað eft­ir að fá að ætt­leiða barn í gegn­um fé­lagið Íslenska ætt­leiðingu.

Nokkr­ir ein­hleyp­ir karl­menn hafa haft sam­band við sam­tök­in Staðgöngu að und­an­förnu og sýnt mögu­leik­an­um á því að eign­ast barn með hjálp staðgöngumóður áhuga. Gerð frum­varps um staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni er á loka­stigi. 

Ein­hleyp­um var gert kleift að ætt­leiða með breyt­ingu á lög­um árið 1999 en í lög­un­um seg­ir að ein­stak­ling­un­um sé það heim­ilt ef sér­stak­lega stend­ur á og ætt­leiðing sé ótví­rætt tal­in barn­inu til hags­bóta.

mbl.is hef­ur að und­an­förnu fjallað um mál­efni ein­hleypra kvenna sem hafa ákveðið að eign­ast barn með tækni­frjóvg­un eða ætt­leiðingu. Með þess­ari grein er sjón­um beint að stöðu ein­hleypra karl­manna og mögu­leik­um þeirra til að eign­ast barn ein­ir. 

Tutt­ugu og fimm ein­hleyp­ar kon­ur hafa ætt­leitt

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íslenskri ætt­leiðingu hafa tutt­ugu og fimm ein­hleyp­ar kon­ur ætt­leitt í gegn­um fé­lagið. Börn­in kom frá fjór­um lönd­um; Indlandi, Tógó, Tékklandi og Kína. Nokkr­ar kon­ur hafa hafið ætt­leiðing­ar­ferlið og munu ætt­leiða börn frá þess­um lönd­um ef allt geng­ur að ósk­um.

Tuttugu og fimm einhleypar konur ættleitt í gegnum Íslenska ættleiðingu en enginn karlmaður.

Tutt­ugu og fimm ein­hleyp­ar kon­ur ætt­leitt í gegn­um Íslenska ætt­leiðingu en eng­inn karl­maður.mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Öll sam­starfslönd Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar taka á móti um­sókn­um ein­hleypra ein­stak­linga. Eft­ir að breyt­ing var gerð á regl­um í Kína árið 2007 var talið að fé­lagið gæti ekki sent um­sókn­ir frá ein­hleyp­um til nokk­urs lands. Við nán­ari skoðun var ákveðið að láta á það reyna og ætt­leiddu að minnsta kosti tvær ein­hleyp­ar kon­ur börn frá Tógó og Tékklandi árið 2012.

Frá ár­inu 2007 var um­sókn­um frá ein­hleyp­um raðað á svo­kallaðan hliðarlista. Voru þeir til staðar í fjög­ur ár eða fram á mitt ár 2010. Á þessu tíma­bili söfnuðust upp nöfn um þrjá­tíu ein­hleypra kvenna sem höfðu áhuga á að ætt­leiða barn en fengu ekki tæki­færi til að hefja ætt­leiðing­ar­ferlið.  

Áhuga­sam­ir, ein­hleyp­ir karl­menn

Síðastliðin ár hafa nokkr­ir ein­hleyp­ir karl­menn haft sam­band við sam­tök­in Staðgöngu. Þeir hafa sýnt mögu­leik­an­um á staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni áhuga og vilja vita meira.   

Að sögn Soffíu Frans­isku Rafns­dótt­ur Hede, talskonu sam­tak­anna, veltu karl­menn­irn­ir meðal ann­ars fyr­ir sér hvort úrræðið verði einnig fyr­ir ein­hleypa karl­menn, verði frum­varpið sem stend­ur til að leggja fram á Alþingi að lög­um. Eng­in ein­hleyp kona hef­ur haft sam­band við fé­lagið. 

Gerð frumvarps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er á lokastigi.

Gerð frum­varps um staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni er á loka­stigi. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Alþingi samþykkti fyr­ir rétt rúm­um þrem­ur árum þings­álykt­un­ar­til­lögu um að skipaður yrði starfs­hóp­ur sem und­ir­búi frum­varp um að heim­ila staðgöngu­mæðrun í vel­gjörðarskyni. Vinnsla frum­varps­ins er á loka­sprett­in­um og verður því skilað til ráðherra eft­ir mánaðamót.

Færri úrræði fyr­ir ein­hleypa karl­menn

Soffía bend­ir á að ein­hleyp­ir karl­menn hafi held­ur færri úrræði en ein­hleyp­ar kon­ur, vilji þeir eign­ast barn ein­ir. Þær geta nýtt sér tækni­frjóvg­un og ætt­leiðingu en karl­menn­irn­ir aðeins ætt­leiðingu.

Í drög­um frum­varps­ins er gert ráð fyr­ir að ein­hleyp­ir geti nýtt sér úrræðið að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Ein­hleypa kon­an eða maður­inn verða að leggja fram kyn­frumu, ekki er hægt að nýta bæði gjafa­egg og gjafa­sæði.

Aðspurð seg­ir Soffía að dæmi séu um að ein­hleyp­ir karl­menn nýti sér staðgöngu­mæðrun er­lend­is þar sem hún er heim­il með lög­um. Guar­di­an ræddi við nokkra ein­hleypa feður árið 2013 sem nýttu sér staðgöngu­mæðrun. 

Fé­lagið Staðganga, stuðnings­fé­lag staðgöngu­mæðrun­ar á Íslandi, var stofnað síðla árs árið 2009. Mark­mið fé­lags­ins er að stuðla að umræðu um staðgöngu­mæðrun og að staðgöngu­mæðrun verði leyfð á Íslandi í vel­gjörðarskyni.

Eng­inn ein­hleyp­ur karl­maður hef­ur ætt­leitt


Svæði