Fréttir

mbl.is - Fjar­lægðin dreg­ur ekk­ert úr vinátt­unni

Dórót­hea og Alda í garðinum hjá Öldu. mbl.is/ÓL
Dórót­hea og Alda í garðinum hjá Öldu. mbl.is/ÓL

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir khk@mbl.is

Þær eru afar sam­rýnd­ar æsku­vin­kon­urn­ar Alda og Dórót­hea sem búa hvor í sín­um lands­hlut­an­um, önn­ur í höfuðborg­inni en hin norður í Þing­eyj­ar­sýslu. Þær dvelja æv­in­lega sam­an sum­ar­langt við Mý­vatn og þá er margt brallað.

Þær fædd­ust í Kína en voru ætt­leidd­ar af ís­lensk­um for­eldr­um og þeim líður ekk­ert öðru­vísi en öðrum Íslend­ing­um, þó að út­lit þeirra sé ólíkt út­liti flestra sem hér búa.

Við hitt­umst fyrst þegar við vor­um tveggja ára og smull­um strax sam­an, eða svo segja for­eldr­ar okk­ar, við mun­um ekk­ert eft­ir þess­um fyrsta fundi. Fyrstu minn­ing­ar okk­ar sam­an tengj­ast því að vera úti að leika eða inni að horfa á Söngv­a­borg, en þá dönsuðum við í sund­bol­um og sung­um með fyr­ir fram­an sjón­varpið,“ segja þær Alda Áslaug Unn­ar­dótt­ir og Dórót­hea Örn­ólfs­dótt­ir sem hafa verið bestu vin­kon­ur all­ar göt­ur síðan þær hitt­ust fyrst. Alda býr í Reykja­vík en Dórót­hea í Mý­vatns­sveit, en þær láta fjar­lægðina ekki stía sér í sund­ur. „Við töl­um mikið sam­an á Skype og Facetime.“

Þær komu í heim­inn á sama ári, 2002, og ekki eru nema fjór­ir dag­ar á milli af­mæl­is­daga þeirra.

„Þegar mamma ætt­leiddi mig frá Kína vissi hún ekk­ert af þess­ari kín­versku stelpu sem bjó fyr­ir norðan, en ör­lög­in leiddu okk­ur sam­an þegar mamma kynnt­ist pabba mín­um, en hann starfar á Nátt­úru­rann­sókna­stöðinni við Mý­vatn á sumr­in og þaðan eru ekki nema fjöru­tíu skref yfir í húsið þar sem Dórót­hea á heima.“

Ef önn­ur er leið þá kem­ur hin henni fljótt í stuð

Eft­ir að for­eldr­ar Öldu, Unn­ur Þóra Jök­uls­dótt­ir og Árni Ein­ars­son, tóku sam­an hef­ur hún dvalið með þeim á hverju sumri við Mý­vatn, og fyr­ir vikið eiga þær vin­kon­urn­ar alltaf sam­an nokkra mánuði á ári. Þær hafa líka heim­sótt skóla hvor annarr­ar yfir vet­ur­inn, Alda hef­ur fengið að koma í tíma með Dórót­heu í henn­ar bekk í Reykja­hlíðarskóla og Dórót­hea hef­ur sömu­leiðis nokkr­um sinn­um fengið að koma í bekk­inn hjá Öldu í Norðlinga­skóla.

Þær vin­kon­urn­ar hafa und­an­far­in sum­ur starfað sam­an við barnapöss­un fyr­ir norðan, en í sum­ar unnu þær ekki sam­an því Alda fékk vinnu í Reyk­hús­inu en Dórót­hea var að passa. „En við unn­um sam­an einu sinni í viku við að þrífa kirkj­una hjá pabba,“ seg­ir Dórót­hea sem er dótt­ir prests­hjón­anna á Skútu­stöðum, Örn­ólfs Ólafs­son­ar og Arn­fríðar Önnu Jóns­dótt­ur. Og að sjálf­sögðu vörðu þær sam­an öll­um sín­um frí­tíma.

„Yf­ir­leitt þegar við erum sam­an þá erum við rosa­lega glaðar, og ef önn­ur er eitt­hvað leið eða í fýlu þá er hin fljót að koma henni í stuð. Við ríf­umst ekki þótt við séum kannski ekki alltaf sam­mála, og við erum þó nokkuð ólík­ar í okk­ur, Dórót­hea fylg­ist til dæm­is mjög vel með tísk­unni en ekki ég,“ seg­ir Alda og Dórót­hea bæt­ir við að Alda sé meira fyr­ir dýr en hún og auk þess sé Alda í tón­list­ar­námi en ekki hún.

Bjuggu til rapptexta sjö ára

„Við finn­um okk­ur alltaf eitt­hvað að gera þegar við erum sam­an, við göng­um á fjöll, hopp­um á trampólíni, spil­um tölvu­leiki, för­um í jarðböðin, búum til mynd­bönd, leiki og semj­um texta við allskon­ar lög. Við vor­um ekki nema sjö ára þegar við bjugg­um til rapptexta. Ég samdi texta við Júróvi­sjón­lag og flutti fyr­ir mömmu á af­mæl­is­deg­in­um henn­ar,“ seg­ir Alda sem eitt sinn bjó til heil­an Kiljuþátt þar sem mamma henn­ar þurfti að leika hina ýmsu rit­höf­unda en sjálf sá hún um tón­list­ar­atriðin.

„Þegar við vor­um yngri vor­um við alltaf í bangsa­leik með bangs­ana okk­ar, Bláma og Fjólu. Við skrifuðumst mikið á yfir vet­ur­inn og lét­um bangs­ana líka skrifa lít­il bréf sín á milli. Á sumr­in gist­um við oft hvor hjá ann­arri, en þá er lítið sofið,“ segja þær og bæta við að þær séu með einka­húm­or sín á milli sem eng­inn ann­ar skil­ur.

„Okk­ur finnst rosa­lega gam­an að baka, við ger­um til­raun­ir og breyt­um upp­skrift­um. Við höf­um haldið tvö stór mat­ar­boð fyr­ir for­eldra okk­ar á þessu ári þar sem við tvær sáum al­farið um að elda alla rétt­ina. Í annað skiptið buðum við upp á mexí­kóska kjúk­lingasúpu og brauðboll­ur, en í hitt skiptið var það lambaf­ille með brúnuðum kart­öfl­um. Og við gerðum að sjálf­sögðu eft­ir­rétti.“

Fólk ávarp­ar okk­ur á ensku

Alda og Dórót­hea koma frá ólík­um svæðum í Kína, Dórót­hea kem­ur frá Lai Bin í suðri sem er ná­lægt Víet­nam, en Alda er frá Chongchinq í Sechuan-héraði í suðvestri. Þær hafa báðar farið einu sinni til Kína, Alda þegar hún var sex ára en Dórót­hea þegar hún var fjög­urra ára, en þá sóttu for­eldr­ar henn­ar yngri syst­ur henn­ar, Ólöfu. Þær segj­ast ekki hafa neina sér­staka löng­un til að fara til Kína eða kynn­ast því sem kín­verskt er, enda séu þær ís­lensk­ar. „Þegar við vor­um yngri var það sport að vera ætt­leidd, það var kúl að vera frá öðru landi,“ seg­ir Dórót­hea, en Alda seg­ir að í byrj­un grunn­skóla hafi henni verið strítt vegna þess að hún var öðru­vísi, en allt slíkt er löngu hætt. Dórót­hea seg­ist al­veg hafa sloppið við stríðni í skól­an­um, kannski af því all­ir í sveit­inni þekktu hana.

„Við höf­um al­veg lent í því að fólk fer að tala við okk­ur ensku af því það held­ur að við séum út­lend­ar, en þá svör­um við bara á ís­lensku og þá leys­ist sá mis­skiln­ing­ur. Það get­ur líka verið gott að byrja á því að bjóða góðan dag­inn á ís­lensku í búðum, svo af­greiðslu­fólkið fari ekki að tala við okk­ur á ensku.“

„Hver er al­vöru mamma þín?“

Þær segj­ast vissu­lega fá allskon­ar spurn­ing­ar í tengsl­um við það að þær eru ætt­leidd­ar og koma frá Kína.

„Ég finn ekk­ert fyr­ir því að ég sé ætt­leidd og ég er ekk­ert að hugsa sér­stak­lega um það. Mér líður ekk­ert öðru­vísi en öðrum Íslend­ing­um, en auðvitað er út­lit mitt ólíkt út­liti flestra sem búa hér,“ seg­ir Alda.

Þær segj­ast auðvitað velta fyr­ir sér þeirri staðreynd að þær eigi for­eldra í Kína sem þær hafi aldrei séð eða hitt.

„Það er mjög skrýt­in til­finn­ing sem fylg­ir því að hugsa til þess að ég eigi aðra for­eldra sem eru blóðfor­eldr­ar mín­ir,“ seg­ir Alda. Þeim finnst báðum óþægi­legt að út­skýra fyr­ir öðrum krökk­um þegar þau spyrja kannski: Hver er al­vöru mamma þín?

„Al­vöru mömm­ur okk­ar eru auðvitað mömm­urn­ar sem ólu okk­ar upp og við þekkj­um eng­ar aðrar mömm­ur, en það er ekki auðvelt fyr­ir suma að skilja það.“

Framtíðin bros­ir við þess­um góðu æsku­vin­kon­um sem auðvitað eiga marg­ar aðrar góðar vin­kon­ur að auki. Og þó þær séu að fara í ní­unda bekk í haust þá eru þær strax farn­ar að pæla í fram­halds­skóla. Báðar lang­ar þær að fara í Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð en Dórót­hea seg­ist þó kannski verða fyr­ir norðan fyrsta vet­ur­inn og þá geti hún valið um Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri, Verk­mennta­skól­ann í sama bæ eða Fram­halds­skól­ann á Laug­um.

Þær eru iðulega kátar og lífsglaðar vinkonurnar góðu.
Þær eru iðulega kát­ar og lífs­glaðar vin­kon­urn­ar góðu.
Á sama túni fyrir norðan með nokkurra ára millibili, þriggja ...
Á sama túni fyr­ir norðan með nokk­urra ára milli­bili, þriggja ára hér og tólf ára við hliðina.
Þær hafa átt margar góðar stundir saman frá því þær ...
Þær hafa átt marg­ar góðar stund­ir sam­an frá því þær voru litl­ar skott­ur.
Hér reiða þær fram eftirréttinn Súkkulaðidraum í matarboði sem þær ...
Hér reiða þær fram eft­ir­rétt­inn Súkkulaðidraum í mat­ar­boði sem þær buðu for­eldr­um sín­um til.
Sprelligosar. Þeim finnst gaman að klæða sig upp á.
Sprelli­gos­ar. Þeim finnst gam­an að klæða sig upp á.
 

Svæði