Fréttir

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára

Sigþór og Ester með son sinn á fyrsta degi
Sigþór og Ester með son sinn á fyrsta degi

Smart­land Mörtu Maríu | Heilsa | mbl | 7.4.2016 | 20:00   

Ester Ýr Jóns­dótt­ir líf­efna­fræðing­ur, vissi ekki hvernig lífið gæti verið án verkja. Frá ung­lings­aldri hafði hún verið uppþembd og með túr­verki sem ágerðust þannig að hún átti orðið erfitt með að fram­kvæma það sem venju­legu fólki finnst eðli­legt að gera eins og fara í lík­ams­rækt og stunda vinnu.

Árið 2009 var hún greind með en­dómetríósu sem er ólækn­andi sjúk­dóm­ur. Þeir sem eru með en­dómetríósu finna gjarn­an fyr­ir sár­um tíðar­verkj­um, verkj­um á milli blæðinga og við egg­los, melt­ing­ar­trufl­un­um, sárs­auka við þvag­lát, sárs­auka við kyn­líf og síþreytu. 40% kvenna með en­dómetríósu glíma við ófrjó­semi. Ester Ýr er með en­dómetríósu á fjórða stigi sem er mjög al­var­leg út­gáfa af sjúk­dómn­um og var hún far­in að finna veru­lega fyr­ir ein­kenn­um hans. Ekki er þó alltaf beint sam­hengi á milli þess hversu mikið sjúk­dóm­ur­inn grass­er­ar í kviðar­hol­inu og þar með á hvaða stigi hann er og því hversu mikið kona finn­ur fyr­ir ein­kenn­um hans.

„Ég var bara stödd í vinn­unni og fékk skelfi­legt verkjak­ast. Maður­inn minn keyrði mig upp á bráðamót­töku og þar voru mér gef­in verkjalyf því ekki var hægt að skoða mig al­menni­lega þar. Mér var ráðlagt að hringja í kven­sjúk­dóma­lækni á einka­stofu því þar kæm­ist ég fyrr að og fengi betri skoðun. Eft­ir að ég komst í hend­urn­ar á kven­sjúk­dóma­lækni var ég send í aðgerð hjá okk­ar helsta sér­fræðingi í en­dómetríósu og greind með sjúk­dóm­inn. Í aðgerðinni voru öll sýni­leg um­merki en­dómetríósu fjar­lægð og sam­grón­ing­ar losaðir. Í fram­hald­inu var ég svo sett á zola­dex, lyf sem bæl­ir mín horm­ón. Þessi lyf gerðu það að verk­um að ég fór á breyt­inga­skeiðið sem stóð yfir í átta mánuði, þá 29 ára göm­ul,“ seg­ir Ester Ýr.

„Þá fékk ég heil­mik­il tíðahvarfa­ein­kenni, var ekki á blæðing­um, fékk mik­il svitakóf og svaf lítið sem ekk­ert í sex mánuði,“ seg­ir hún. Þegar ég spyr hana hvernig hún hafi farið að því að sofa ekk­ert í hálft ár seg­ist hún ein­hvern veg­inn hafa náð að þrauka. „Þetta fór ekki svo mikið í skapið á mér. Það sem ég lærði er að ég fer aldrei aft­ur á þetta lyf því það er svo erfitt að missa svefn í svona lang­an tíma.“

Á þess­um tíma­punkti í lífi sínu var Ester Ýr í barn­lausu hjóna­bandi. Planið hjá þeim hjón­um var að eign­ast börn og því setti en­dómetríós­an strik í reikn­ing­inn. Tveim­ur árum áður hafði hún verið lögð inn á sjúkra­hús vegna verkja, sem að öll­um lík­ind­um hafa verið blöðrur á eggja­stokk­un­um að springa en þá kviknaði ekki grun­ur um sjúk­dóm­inn.

Eft­ir aðgerðina árið 2009 var þeim hjón­un­um sagt að þau þyrftu lík­lega aðstoð tækn­inn­ar við að eign­ast börn. Hálfu ári síðar höfðu þau sam­band við Art Medica sem leiddi til þess að þau fóru í sína fyrstu gla­sa­frjóvg­un 2011. Sú aðgerð heppnaðist ekki og í fram­hald­inu þurfti Ester Ýr að fara í kviðar­hols­spegl­un til að láta fjar­lægja súkkulaðiblöðrur af eggja­stokk­un­um.

„Þá voru aft­ur losaðir sam­grón­ing­ar og í þess­ari aðgerð missti ég ann­an eggja­stokk­inn því hann var sam­gró­inn við ristil­inn. Það var því ákveðið að fjar­lægja hann. Þarna var ég orðin svo slæm að ég var far­in að æla þegar ég losaði hægðir á blæðing­um því sárs­auk­inn var svo mik­ill,“ seg­ir hún.

Það var mikið áfall fyr­ir Ester Ýr og mann­inn henn­ar að það þyrfti að fjar­lægja ann­an eggja­stokk­inn. Það gerði það að verk­um að lík­ur á því að þau gætu getið af­kvæmi minnkuðu tölu­vert. Hún hélt áfram að vera verkjuð eft­ir aðgerðina, sem fram­kvæmd var í mars. Um vorið ákvað hún að prófa, eft­ir að hafa gúgglað yfir sig, að breyta um mataræði. Hún hafði lesið viðtöl við kon­ur sem höfðu fengið nýtt líf með því að breyta mataræði sínu og hún ákvað að láta slag standa.

„Ég tók út allt glút­en, rautt kjöt, kaffi, soja, syk­ur, egg, lifði á kjúk­lingi og fiski og græn­meti. Með þess­um breyt­ing­um upp­lifði ég í fyrsta skipti verkjalaust líf. Ég var far­in að gleyma því að ég væri á blæðing­um - sem hafði aldrei áður gerst. Ég vissi ekki að manni gæti liðið svona vel. Smátt og smátt fór ég að bæta mat­vör­um inn í mataræði mitt en í dag er ég glút­en-, hveiti- og að mestu mjólk­ur­laus. Ég borða svo­lítið af rauðu kjöti en það fer ekki eins illa í mig núna,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Ég trúði því að ég hefði engu að tapa og vildi prófa þetta í 6 mánuði. Svo ætlaði ég bara að fara aft­ur í sama sukkið þegar ég væri búin að prófa þetta,“ seg­ir hún og hlær.

Þegar ég spyr hana út í „sukkið“ seg­ist hún hafa verið á þeim stað að hún hafi borðað mikið af sæl­gæti, gosi, pasta og brauði. „Það var ekk­ert að hjálpa mér,“ seg­ir hún.

„2011 fór­um við í fjór­ar glasameðferðir og eng­in þeirra heppnaðist. Við tók­um ákvörðun um að hætta í því ferli. Síðan leið og beið, við vor­um bara að vega og meta hvað væri næst í stöðunni, en það sem við viss­um var að okk­ar langaði að verða for­eldr­ar. Það er auðvitað val­kost­ur að vera barn­laus en það var kost­ur sem við völd­um ekki. Svo var það í janú­ar 2014 sem við sáum viðtal við fólk sem var ný­búið að ætt­leiða dreng frá Tékklandi og það varð til þess að við hóf­um ætt­leiðing­ar­ferlið. Við send­um inn um­sókn í fe­brú­ar 2014 - feng­um for­samþykki í júní 2014. Í ág­úst var um­sókn­in okk­ar samþykkt úti í Tékklandi og þá hófst biðin langa. Við biðum í 14 mánuði eft­ir sím­tal­inu ör­laga­ríka. Þegar sím­inn hringdi á sunnu­degi dag nokk­urn í októ­ber 2015 þá breytt­ist allt,“ seg­ir Ester Ýr.

Það kom í ljós að Íslensk ætt­leiðing vildi endi­lega hafa sam­band þenn­an til­tekna dag - á sunnu­degi - því þá átti dreng­ur­inn af­mæli. Eft­ir sím­talið ör­laga­ríka liðu tvær vik­ur áður en þau fóru út til Tékk­lands. Tím­inn var knapp­ur og þau ásamt ætt­leiðing­ar­yf­ir­völd­um í Tékklandi vildu að þau kæm­ust heim með dreng­inn fyr­ir jól.

„Fjöl­skyld­an sam­einaðist 12. nóv­em­ber 2015 og dag­inn eft­ir feng­um við hann al­farið til okk­ar. Þetta var rosa­lega löng meðganga, en um leið og sím­talið kom þá var maður eins og haus­laus hæna. Það snér­ist allt um að koma okk­ur sem fyrst út til Tékk­lands. Við þurft­um að vera í Tékklandi í 6 vik­ur þar sem dóm­stól­ar gefa sér þann tíma til að ljúka mál­inu og veita okk­ur brott­far­ar­leyfi til Íslands. Við vor­um fyrstu tvær vik­urn­ar í bæn­um þar sem barna­heim­ilið var og flutt­um síðan síðan til Prag. Við vor­um í Prag alla aðvent­una og kom­um svo heim í húsið okk­ar að kvöldi 22. des­em­ber, rétt fyr­ir jól. Dýr­mæt­ari gjöf er ekki hægt að hugsa sér og við erum ákaf­lega þakk­lát fyr­ir litla dreng­inn okk­ar. Okk­ur hef­ur gengið rosa­lega vel al­veg frá upp­hafi, tengsl­in styrkj­ast dag hvern og við erum að læra að vera fjöl­skylda,“ seg­ir hún.

Á laug­ar­dag­inn eiga sam­tök um ENDÓMETRÍÓSU 10 ára af­mæli. Af því til­efni ef glæsi­leg af­mæl­is­dag­skrá í Nor­ræna hús­inu en hægt er að skoða dag­skránna HÉR.

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára


Svæði