Fréttir

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um

Stúlka frá Lýðveld­inu Kongó. Mynd úr safni. AFP
Stúlka frá Lýðveld­inu Kongó. Mynd úr safni. AFP

Belg­ísk yf­ir­völd hafa óskað eft­ir DNA sýn­um úr börn­um sem ætt­leidd voru frá Lýðveld­inu Kongó til að sann­reyna hvort að líf­fræðileg­ir for­eldr­ar þeirra séu enn á lífi.

BBC seg­ir yf­ir­völd hafa sett sig í sam­band við for­eldra 15 barna til að kom­ast að því hvort að börn­un­um hafi verið rænt. Belg­ísk­ir fjöl­miðlar hafa eft­ir embætti sak­sókn­ara að grun­ur leiki á að for­eldr­ar barn­anna hafi talið sig vera að senda þau í sum­ar­búðir í Kin­hasa, höfuðborg Kongó, en ekki á munaðarleys­ingja­hæli eins og raun­in var.

Búið er að loka munaðarleys­ingja­hæl­inu.

„Það er eng­inn sem græðir á þessu og dóm­ari verður að ákv­arða hvað kem­ur börn­un­um best,“ hef­ur BBC eft­ir þing­mann­in­um Lor­in Parys.

Þúsund­ir barna hafa verið ætt­leidd­ar frá Afr­íku und­an­far­in ár, m.a. frá Eþíóp­íu og Úganda. Áhyggj­ur af smygli á börn­um frá Lýðveld­inu Kongó ollu því hins veg­ar að bann var sett á ætt­leiðing­ar barna úr landi árið 2013. Nokkr­ar ætt­leiðing­ar sem þegar voru hafn­ar fengu þó að ganga í gegn.

BBC seg­ir óvíða fleiri börn á munaðarleys­ingja­hæl­um en í Kongó. Það kom þó í ljós árið 2017 að fjög­ur börn sem ætt­leidd voru til Belg­íu höfðu rang­lega verið sögð munaðarleys­ingj­ar. Börn­in voru á aldr­in­um 2-4 ára þegar þau voru flutt frá Tumaini munaðarleys­ingja­hæl­inu í Kin­hasa til Belg­íu.

Hóp­ur belg­ískra blaðamanna hafði uppi af for­eldr­um barn­anna, en þeir bjuggu í bæ um 850 km frá höfuðborg­inni. For­eldr­arn­ir sögðu að börn­un­um hefði boðist að fara með æsku­lýðssam­tök­um í sum­ar­búðir en að þau hefðu aldrei snúið heim á ný.

Frá því mál barn­anna fjög­urra kom upp hafa belg­ísk yf­ir­völd rann­sakað fjölda ætt­leiðinga barna sem komu frá Tumaini munaðarleys­ingja­hæl­inu. Talið er að öll börn­in 15 hafi komið til Belg­íu á ára­bil­inu 2013-2015.

Seg­ir BBC belg­ísk yf­ir­völd telja sig hafa nokkuð sterk­ar vís­bend­ing­ar um að for­eldr­ar barn­anna séu enn á lífi og að líkt og for­eldr­ar hinna barn­anna fjög­urra þá hafi þau talið sig vera að senda börn sín í sum­ar­búðir.

„Þau eru á mis­mun­andi aldri, en börn­in sem eru búin að vera hér hvað styðst eru samt búin að vera hér í þrjú og hálft ár og hafa því aðlag­ast,“ seg­ir Parys.

„For­eldr­arn­ir hafa ekki gert neitt rangt og vita­skuld eru for­eldr­arn­ir í Kongó ekki minna eyðilagðir yfir að hafa glatað börn­um sín­um vegna falskra full­yrðinga.“

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um


Svæði