Fréttir

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar

Brynja Dögg Guðmundsdóttir
brynjadogg@mbl.is

Íslenska ættleiðingarfyrirkomulagið hefur vakið eftirtekt á erlendri grundu en jí því samhengi er gjarnan talað um íslenska módelið. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, segir skipulagiðo í málaflokknum hérlendis einstakt.
  "Ættleiðingarfélög erlendis eru rekin einungis með gjöldum umsækjenda en ekki á Íslandi. Hér erum við með þjónustusamning við innanríkisráðuneytið sem tryggir rekstur félagins þannig að fræðsla, ráðgjöf, stuðningur og þjónusta er tryggð óháð fjölda ættleiðinga til landsins. Svo er eftirfylgd og stuðningur veittur við fjölskydu þegar heim er komið en þessi heildarmynd þykir framúrskarandi," segir Kristinn.
  Hann segir íslenska fyrirkomulagið vera hátt skrifað hjá öðrum þjóðum. Til að mynda komi hlutfallslega fleiri börn frá Tékklandi til Íslands en til annarra landa. Tékkland er ekki með biðlista heldur eru umsækjendur paraðir við börn óháð biðtíma. Þá átti Búlgaría frumkvæði að ættleiðingarsamningi við Ísland.

Börn af róma-uppruna
  "Búlgaría er sérstakt samningsland fyrir okkur þar sem þeir áttu frumkvæði að því að gera samning um ættleiðingar milli landa. Mér þykir því sérstaklega vænt um þennan samning, hann er viðurkenning á því að breytingarnar sem hafa verið gerðar eru að skila árangri," segir Kristinn.
  Samningurinn var undirritaður í lok apríl síðastliðinn en frá Búlgaríu eru ættleidd um 500 börn á ári. Börnin eru flest af róma-uppruna þar sem börn af búlgöskum uppruna eru oftast ættleidd innanlands. Samningurinn við Búlgaríu er í meginatriðum áþekkur öðrum samningum. Búlgaría áskilur þó tvær heimsóknir tilvonandi foreldra en aðrar þjóðir la´ta eina duga þegar barnið er sótt.
  Miðað er við að ættleiðingarforeldri þurfi að vera að minnsta kosti 15 árum eldra en barnið. Hér á landi þurfa ættleiðingarforeldrar að hafa náð 25 ára aldri en algengt er að löndin geri köröfu um að fólk sé frá 30-35 ára og upp í 50 ára gamalt. Gerð eru skilyrði um góða heilsu og tryggan fjárhag. Einhleypir geta ættleitt og einnig eru dæmi um að fólk með fötlun hafi ættleitt börn frá Búlgaríu.

Samkynhneigðir útilokaðir
  Samkynhneigðir fá þó ekki að ættleiða frá Búlgaríu frekar en öðrum löndum. Kristinn veit um eitt tilvik þar sem samkynhneigðu pari var leyft að ættleiða alþjóðlega. Hann hefur þó trú á því að með tíð og tíma geit orðið raunhæft að samkynhneigðir fái að ættleiða en nokkur lönd eru þegar farin að leyfa samkyhneigðum að ættleiða innanlands.
  Hvernig ríki stendur að alþjóðlegri ættleiðingu er innanríksimál þess ríkis sem einstaklingurinn er ættleiddur frá og því hafa íslensk lög engin áhrif á þetta.

Samningur við sex ríki
  Á síðasta ári voru ellefu börn ættleidd til Íslands og nú þegar hafa átta börn verið ættleidd á þessu ári. Íslenska ríkið er nú með samning við sex ríki, Indland, Kína, Kólumbíu, Tékkland, Tógó og Búlgaríu. Biðtími eftir barni er mislangur, allt frá nokkrum dögum upp í átta ár. Fyrst þarf að fara í gegnum ferli á Íslandi þar sem hæfni foreldra er metin. Algengt er að ferlið hér taki 6-12 mánuði en hefur verið að lengjast. Þá tekur við biðtími erlendis sem oftast tekur tvö til fjögur ár. Biðtíminn erlendis er þó styttri ef barn er orðið sjö ára, um ræðir sysktkin eða börn með skilgreindar þarfir.
  Algengast er að börn komi til landsins á aldrinum 1-3 ára en elsta barnið hefur verið sex ára. Í upprunaríkinu þarf að tryggja að barnið sé örugglega laust til ættleiðingar eins og áskilið er í Haagsamningnum um vernd barna og alþjóðlegar ættleiðignar frá 1993.
  Foreldri sem gefur barn til ættleiðingar fær þriggja mánaða umhugsunarfrest en á þeim tíma er ekkert gert. Næst tekur við tímabil þegar reynt er að finna heimili fyrir barnið hjá skyldmenni. Þá er reynt að ættleiða barnið innanlands og að lokum er reynt að finna foreldra í öðru landi. Hvert skref er talið taka oftast þrjá mánuði svo það er í raun í fyrsta lagi eftir níu mánuði sem barn er ættleitt til annars lands.

Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar


Svæði