Morgunblaðið - Ólöglegar ættleiðingar
Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie segir söngkonuna Madonnu hafa mátt vita að ættleiðing hennar á ungum dreng frá Malaví gæti valdið henni vandræðum þar sem ættleiðingarlöggjöf Malaví sé ekki skýr. „Madonna veit vel að hún ættleiddi barn frá landi þar sem ættleiðing er ekki lögleg og að því voru aðstæður óvenjulegar, sagði Jolie í viðtali við breka blaðið New. Jolie á sjálf tvö ættleidd börn og hefur lýst yfir áhuga sínum á að ættleiða fleiri. Hún kveðst þó ekki óttast það að lenda í svipuðum að- stæðum og Madonna þar sem hún hafi ekki í hyggju að ættleiða barn frá landi þar sem ættleiðing úr landi sé ekki lögleg.