Fréttir

RÚV - Ættleiðingar frá Póllandi og Nepal

Íslensk ættleiðing hefur fengið leyfi til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal og hið nýstofnaða Alþjóðlega ættleiðingafélag hefur fengið sambærilegt leyfi á ættleiðingum barna frá Póllandi og áformar að ættleiða einnig börn frá Afríku og Kenýa.

 

Með nýlegri löggildingu dóms- og kirkjumálaráðherra hefur Íslensk ættleiðing nú leyfi stjórnvalda til að annast ættleiðingar frá alls sjö löndum; Kína, Kólumbíu, Indlandi, Tékklandi, Makedóníu, Tælandi og nú einnig frá Nepal. Hundrað og tuttugu fjölskyldur eru á biðlista eftir ættleiðingum, en einungis þrettán börn komu hingað til lands á síðasta ári og fjögur hafa komið það sem af er árinu.

 
 

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur einnig gefið út löggildingu fyrir nýtt ættleiðingafélag, "Alþjóðlega ættleiðingu", til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Póllandi. Birna Ósk Einarsdóttir, formaður nýja félagsins, segir að þegar hafi komist á gott samstarf þessara tveggja félaga sem bæði vinna að sama markmiði, að stuðla að ættleiðingu barna til landsins.


Svæði