RÚV - Gera samning við Íslenska ættleiðingu
Til stendur að innanríkisráðuneytið geri þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu. Drög að slíkum samningi liggja þegar fyrir og hafa verið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins.
Í svarinu kemur einnig fram að ráðuneytið hafi ekkert gert slíkan þjónustusamning en að áður en unnt sé að ljúka gerð samningsins þurfi ráðuneytið að meta skyldur félagsins að lögum og greina fjárveitingar til félagsins með tilliti til þess.
http://www.ruv.is/frett/gera-samning-vid-islenska-aettleidingu