Fréttir

RÚV - Hætt við námskeið vegna fjárskorts

Félagið Íslensk ættleiðing getur ekki lengur haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra, líkt og félagið hefur gert samkvæmt reglugerð.

Félagið hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu þetta og tilgreinir þær ástæður að ekki sé réttlætanlegt að taka fjárhaglsega áhættu af námskeiðshaldi á meðan óvissa ríki um gerð þjónustusamnings milli félagsins og ráðuneytisins. Aðstæður félagsins séu þannig að hvorki sé svigrúm til að endurnýja samning við höfund námsefnis, né velja nýja leiðbeinednur og þjálfa þá.


Svæði