Fréttir

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra

Mynd: Rúv
Mynd: Rúv
47 voru ættleiddir á Íslandi í fyrra og voru þeir nokkru fleiri en í hittifyrra þegar ættleiðingar voru 37. Stjúpættleiðingar voru 28 og frumættleiðingar 19.
 

Í frétt Hagstofunnar segir að í  stjúpættleiðingu sé barn eða kjörbarn maka umsækjenda ættleitt en þegar barn er frumættleitt er það ekki barn maka umsækjenda.

17 börn voru frumættleidd frá útlöndum í fyrra en þau voru bara tíu árinu áður, Flest þeirra sem voru frumættleidd voru frá Kína eða átta en fimm frá Tékklandi. Tvö börn voru frumættleidd innanlands í fyrra, þau hafa bara einu sinn verið færri frá árinu 1990. 2012 var engin frumættleiðing innanlands. 

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra


Svæði