ruv.is - Héldu sýningu á börnum til ættleiðingar
23.05.2019 - 23:14
Erlent · Brasilía · Mið- og Suður-Ameríka
Hann bar heitið „Ættleiðing á tískupallinum“ og fór fram í borginni Cuibabá en en samtök um ættleiðingar stóðu fyrir þessari uppákomu. Markmiðið var að sögn skipuleggjenda að vekja athygli á börnum og unglingum til ættleiðingar að því segir í frétt AFP.
„Það sem augað sér finnur hjartað fyrir,“ sagði Tatiane de Barros Ramalho lögfræðingur og einn skipuleggjenda.
Þetta uppátæki hefur vakið furðu og reiði notenda á samfélagsmiðlum sem báru viðburðinn saman við uppboð á dýrum og þrælum. Skipuleggjendur hans hafa gripið til varna og segja engin börn hafa verið neydd til að taka þátt.
Í yfirlýsingunni er því hafnað að viðburðurinn sé á nokkurn hátt í líkingu við atburði úr dökkri fortíð Brasilíu og vísa þar til þrælamarkaða. Þrælahald var afnumið í landinu árið 1888, tveimur áratugum eftir að það var gert í Bandaríkjunum.