RÚV - Íslensk ættleiðing bíður ákvörðunar
Óvíst er með framhald ættleiðinga erlendis frá, vegna fjárhagsstöðu eina félagsins hér á landi sem annast ættleiðingar. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að félagið vanti tugi milljóna króna í fjárveitingar frá hinu opinbera.
Annars geti það ekki sinnt þeim verkefnum sem á það eru lögð. Fréttastofa leitaði í morgun svara frá innanríkisráðuneytinu; þar fengust þær upplýsingar að viðræður stæðu nú yfir við Íslenska ættleiðingu og beðið væri eftir ákvörðun ráðherra um fjárveitingar til félagsins. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í morgun, þar sem hann er staddur erlendis.