Fréttir

RÚV - Íslensk ættleiðing rædd á þingi

Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks hvatti þingmenn við upphaf þingfundar á Alþingi í dag til að beita sér fyrir málefnum Íslenskrar ættleiðingar.

Vakti þingmaðurinn athygli á því að samningar félagsins væru lausir en samningaviðræður við innanríkisráðuneytið hefðu staðið frá 2009 án árangurs. Þó liggi drög að þjónustusamningi fyrir. Þeir sem vilja ættleiða börn frá útlöndum ber skylda til að leita til félagsins um milligöngu og því sé augljóst að staða þeirra sé afar erfið á meðan þetta ástand vari.


Svæði