VÍSIR - Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn
Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
Í fyrirspurninni kemur einnig fram að ráðherra hafi ekki haft frumkvæði að því að kanna hjá öðrum ríkjum hvort að vilji sé fyrir því að koma á samkomulagi um frumættleiðingar á börnum til samkynhneigðra hér á landi. En óski hjá löggilt ættleiðingafélög hér landi þess, mun ráðherra veita liðsinni sitt við að koma slíku samstarfi á.
Lesa má svar Ögmundar við fyrirspurninni hér. Og lesa má um lög nr. 65/2006 hér.
http://visir.is/samkynhneigd-por-hafa-ekki-aettleitt-born/article/2013130329200