Fréttir

RÚV - Samkynhneigðir hafa ekki ættleitt hér

Ekkert par af sama kyni hefur ættleitt barn hér á landi, hvorki innan lands né erlendis frá, síðan lög sem heimila ættleiðingar samkynhneigðra tóku gildi árið 2006. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Í svari ráðherra kemur fram að sömu sögu sé að segja af samkynja pörum í öðrum norrænum ríkjum. Í fyrirspurninni var einnig beint þeirri spurningu til ráðherra hvort hann hefði beitt sér fyrir því að Ísland nái ættleiðingarsamningi við land sem er tilbúið til að ættleiða til samkynhneigðra. Ráðherra svaraði því að það væri hlutverk félaga sem hafi milligöngu um ættleiðingar að gera slíka samninga. 

http://www.ruv.is/frett/samkynhneigdir-hafa-ekki-aettleitt-her


Svæði