Fréttir

Vísir - Um ættleiðingu barna

Fyrir nokkru flutti próf. Símon Jóh. Ágústsson útvarpserindi um ættleiðingu barna. Vísir varð bess var, að erindi þessi vöktu
mikla athygli almennings, enda ættleiðing víða á dagskrá af augljósum ástæðum, svo að blaðið fór þess á leit að fá erindin til birtingar. Hefur prófessorinn endursamið þau að nokkru leyti fyrir blaðið, og kann það honum þakkir fyrir.


Ættleiðing tíðkaðist með Forn-Grikkjum og Rómverjum, og úr rómverskum rétti er hún komin inn í norræn, germönsk og engilsaxnesk lög. Hún er og kunn frá fornu fari með ýmsum öðrum þjóðum. Upprunalegt hlutverk ættleiðingar virðist hafa verið það að koma í veg fyrir að ættin dæi út, varðveita hana sem þjóðfélagsstofnun. Barnlaus maður eða hjón tóku sér kjörbarn, oftast
kjörson, sem hlaut með lagagerningi sömu réttindi og skyldur sem væri hann holdgetinn sonur þeirra. Upphaflega virðist hafa egið ættleiðingunni til grundvallar dulrænar hugmyndir um skyldleika, sbr. fóstbræðralag. Með helgiathöfn og síðar jafnframt eða eingöngu með lagagerningi var unnt að tengja einstakling við ættina með böndum, sem jafngiltu blóðsifjum eða voru hin sömu. Þessar frumstæðu hugmyndir eru nú auðvitað horfnar í vestrænum menningarþjóðfélögum. Því er ekki lengur trúáð, að með ættleiðíngu sé stofnað til blóðsifja milli kjörbarns og kjörforeldris.

Megin tilgangur.
Upphaflega réð því hagur kjörforeldris og ættar þess meira um ættleiðinguna en hagur kjörbarnsins, en nú er þessu orðið öfugt farið. Í flestutm löndum er megintilgangur ættleiðingar sá, að fá vanræktum og munaðarlausum börnum hæfa kjörforeldra, sem
ganga þeim í föður og móður stað. Af þessum ástæðum fjölgaði ættleiðingum mjög upp úr fyrri heimsstyrjöld og hinni síðari. Með ýmsum þjóðum, svo sem Dönum, þar sem ættleiðing er mjög tíð, koma þó önnur sjónarmið til greina, einkum það að eiginmaður
konu, sem átt hefur með öðrum óskilgetið barn, eða eiginmaður fráskilinnar konu eða ekkju með börnum ættleiði þau. Loks er víða miklu algengara en áður var, að ættingjar barns, sem taka það að sér til uppeldis sakir munaðarleysis eða vanhæfis foreldris,
fái það ættleitt. En ávallt er ættleiðingin réttlætt með því í þessum tilvikum, að með því móti sé hag barnsins betur borgið, þótt raunar sé það í ýmsum tilfellum vafamál.

Lög um ættleiðingu
Þótt ættleiðing. hafi tíðkazt um langt skeið hér á landi, var engin heildarlöggjöf hér til um hana fram til ársins 1953, en þá voru lög um ættleiðingu sett. Ættleiðingum hafði farið mjög fjölgandi og löggjafinn því talið nauðsynlegt að hafa skýrari ákvæði og meiri aðgát um veitingu ættleiðingaleyfa en áður. í lögunum eru tekin fram nokkur lágmarksskilyrði, sem væntanlegur ættleiðandi verður
að uppfylla, en að öðru leyti hefur dómsmálaráðuneytið það mjög í hendi sinni, hverjum það veitir ættleiðingarleyfi og hverjum það synjar um það. En þar sem löggjöfin hefur ekki orðið til þess að fækka ættleiðingum, heldur fremur hið gagnstæða, má ætla, að
ráðuneytið synji sjaldan ættleiðingarbeiðnum, ef lágmarksskilyrðum laganna er fullnægt.
  Þar sem ættleiðing er orðin næsta algeng hér á landi, en er mjög afdrifarík fyrir þá, sem eiga persónulega hlut að máli, mun ég ræða hér aðallega um hana frá sálfræðilegu og uppeldislegu sjónarmiði, ef vera kynni, að einstaklingar og stofnanir þær, sem milligöngu hafa um ættleiðingu, létu sig hugleiðingar þessar einhverju varða. Þá mun ég og víkja sérstaklega að íslenzku ættleiðingarlöguríum og framkvæmd þeirra.

Þegar hjón ættleiða barn.
Ég ræði hér eingöngu um ættleiðingu í því formi, þegar hjón ættleiða bam, — barnlaus kjörforeldri eru hér einkum höfð í huga — tryggja því og afkomendum þess erfðarétt eftir sig, kenna það til sín og ala það upp sem þeirra eigið barn væri, því að þessi tegund ætleiðingar er algengust og hefur mest félagslegt gildi. Raunar er ættleiðing í öðrum tilvikum heimiluð í lögum, t. d. að einhleypur kari eða kona ættleiði barn og sjái um uppeldi þess, en ábyrgar stofnanir, sem hafa milligöngu um ættleiðingu, hafa jafnan jafnan gætt mikillar varúðar og ekki mælt með einhleypu kjörforeldri nema að sérstaklega standi á. Menn geta jafnvel gert fullorðinn mann að kjörbarni sínu, en þá auðvitað með sjálfs hans samþykki.
  í flestum eða öllum vestrænum löndum er högum þannig háttað, að þúsundir barnlausra hjóna vilja taka kjörbarn, en þó eru þar tugir stofnana yfirfullar af munaðarlausum börnum eða börnum, sem geta ekki verið í umsjá móður eða foreldra. Ber einkum tvennt til þessa: Sum þessara barna þykja ekki ættleiðingarhæf sakir andlegra eða líkamlegra ágalla, og síðan eru margar mæður mjög tregar til þess að gefa börn sín, jafnvel þótt lítil líkindi séu á því, að þær geti annazt uppeldi þeirra, enda sumar þeirra lítt hæfar eða óhæfar til þess.

Varðar 3 aðila.
Ættleiðing varðar þrjá aðila: foreldra barnsins, sérstaklega móður þess, barnið sjálft og væntanlega kjörforeldra þess og verða þeir sem milligönhu hafa um ættleiðingu, að kynna sér þá eftir föngum. Móðurinni verður að hjálpa til þess að taka ákvörðun, sem er henni og barninu fyrir beztu, og koma henni til skilnings á aðstæðum sínum.  í öðru lagi verða menn að reyna að ganga úr skugga um, hvort barnið er heilbrigt á sál og líkama og gera sér grein fyrir möguleikum þeim, sem það býr yfir, en það er mjög torvelt, einkum þegar ungt barn á í hlut, og auk þess eru hér til baga ýmsir hleypidómar, sem ég mun víkja að síðar. í þriðja lagi verða menn að ráða.í með nokkurri vissu, hvernig hjón þau, sem um ræðir, munu reynast sem kjörforeldrar og veita þeim ýmsa aðstoð og leiðbeiningar a. m. k. í byrjun. Þetta eru ekki auðveld viðfangsefni og þar að auki verður að ráða fljótt fram úr þeim, því að allir,. sem reynslu hafa í þessum efnum, telja miklu varða, að barnið fari til kjörforeldra sinna svo fljótt sem þess er kostur, og ástæðurnar til þess eru  einkum þessar: Frá uppeldislegu sjónarmiði er best að barnið fari til kjörmóður sinnar svo að segja rétt eftir fæðingu, því að með því móti er bezt tryggt, að hún líti á það sem sitt eigið barn. Ef barnið verður hjá móður sinni, getur hún gefizt fljótt upp á því að hafa það hjá sér, vanrækt það eða komið því fyrir á vöggustofu eða smábarnaheimili. En ýmis þeirra eru enn rekin á þann hátt, að andlegur þroski barnanna heftist eða bíður tjón af. Langur dráttur getur hæglega orðið þess vandandi, að góðir kjörforeldrar ættleiði barn sem hefur sakir óheppiíegrar meðferðar beðið mikið tjón á persónuþroska sínum. Af þessum ástæðum er það bezt bæði fyrir kjörforeldrana og barnið að það fari sem fyrst til þeirra. Því fyrr sem þau taka barnið meiri líkindi eru á því að tilfinningatengsl þeirra við það verði þau sömu eða nær hin sömu og um þeirra eigið barn væri að ræða

Þrjár mótbárur.
Þrjár mótbárur eru aðallega gegn því, að ættleiðing fari mjög snemma fram: *)
------
*) Sjá um eftirfarandi: John Bowlby: Maternal Care and Mental Health, Geneva 1952, Chap. 11, bls. 101—108.
------
1. Móðirin verður að taka ákvörðun sína mjög fljótt.
2. Barnið getur ekki verið á brjósti.
3. Mjög torvelt er að dæma um þroskamöguleika ungbarns.
  Hin fyrst talda mótbára er ef til vill þyngst á metunum. Það er ekki nóg að móðirin taki rétta ákvörðun, heldur verður hún einnig sjálf að vera sannfærð um, að hún hafi gert rétt, svo að hún þjáist ekki af samvizkubiti og sjálfsásökunum, og svo að viðskilnaður
hennar við barnið verði sem sársaukaminnstur. En sjaldnast leiðir til góðs að draga þessa ákvörðun mjög á langinn. Reyndur ármaður getur orðið móðurinni að miklu liði, og ef hún hefur leitað hjálpar nógu snemma, er mögulegt að hún geti tekið akvörðun um framtíð barnsins rétt eftir fæðingu þess. Raunar kemur margt, sem máli skiptir fram hjá móðurinni áður en hún elur barnið, svo sem tengsl hennar við barnsföður sinn, skapgerð, möguleikar og jafnvel hæfi hennar til þess að annast uppeldi barnsins. Hins vegar getur fæðing barnsins og þegar móðrin fer að sinna því gerbreytt viðhorfi hennar við því, svo að móðir, sem ráðin var í því að gefa frá sér ófætt barn sitt, getur snúizt hugur, svo að hún vilji fyrir hvern mun halda því. Fyrsta skylda ármannsins gagnvart móðurinni og barninu er því að kanna hæfi hennar, möguleika og vilja á því að ala sjálf upp barnið og veita henni alla þá aðstoð, sem unnt er. Samt sem áður er móðurinni ótvírætt sjálfri fyrir beztu, að gera það sem fyrst upp við sjálfa sig, hvort hún ætlar að gefa barnið eða halda því. Og ef hún kemst að þeirri niðurstöðu, að hún sakir eigin ágalla eða aðstæðna, sem ekki er unnt að ráða bót á, sé vanfær til þess að veita barninu sómasamlegt uppeldi, fæ ég ekki annað séð en það sé vafasöm ráðstöfun að hvetja hana til þess að hafa barnið nokkra mánuði á brjósti áður en hún lætur það frá sér. Allur viðskilnaður hennar við barnið hlýtur að verða miklu sárari með þessu móti.
  Enginn ágreiningur er um það, að móðurmjólkin er ungbarninu hollasta fæðan. En þó ber þess að gæta/ að vitneskja manna um næringarþörf ungbarna er miklu meiri nú.en áður var, svo að nú er ólíkt minni hætta á því en áður fyrr, að pelabörn bíði verulegt eða varanlegt tjón af vaneldi, ef það er í góðra manna höndum og læknir fylgist vel með heilsufari þess og framförum. A. m. k. er það mikið vafamál, hvort betra er fyrir barnið sjálft að vera nokkra mánuði á brjósti og ættleiðingin dragist á langinn með öllum þeim ókostum, sem því fylgja, en að vera nært á pela og ættleiðingin fari snemma fram.

Þriðja mótbáran.
Þriðja mótbáran gegn því að ættleiðing fari snemma fram er sú, að með því móti séu verri skilyrði til þess að meta þroskamöguleika barnsins."Þetta er rétt, en þetta vandamál skýrist lítið, þótt beðið sé, nema ættleiðingin sé látin dragast úr hófi fram eða þar til barnið er orðið nokkurra ára gamalt. Menn héldu fyrst, að hin ýmsu þroskapróf, sem gerð hafa verið fyrir börn á 1. og 2. aldursári, hefðu mikið forsagnargildi, þ. e. veittu all-örugga bendingu um, hvernig andlegur þroski þeirra yrði í framtíðinni. Komið hefjr í ljós við seinni rannsóknir, að ungbarnapróf hafa svo til ekkert forsagnargildi um framtíðarþroskamöguleika
barna. Fylgnin milli þroska 9 mánaða barns og 4 ára barns t. d. virðist vera nær engin, og ekki er unnt að ráða af þroskaprófum til, 18. mán. aldurs um námshæfileika barna í skóla. Þegar haft er í huga, að forsagnargildi ungbarnaprófa er lítið sem ekkert fyrstu 1 1/2—2 æviárin, er varasamt að halda barni t. d. á uppeldisheimili í þeirri trú, að eftir nokkra mánuði muni sálfræðingar geta sagt fyrir með nokkurri nákvæmni um endanlegan greindarþroska þess.

Þroski barnsins.
Auk þess getur dvöl barnsins á heimilinu hamlað þroska þess, svo að af þeim ástæðum geta menn haldið, að meðalgreint barn eða meira sé tornæmt eða vangefið. En þótt lítt sé unnt að ráða af ungbarnaprófum endanlegt greindarstig þeirra, hafa þau samt
það gildi að vera mælikvarði á þroska barnsins á hverjum tíma. Samt sem áður getur nákvæm athugun lækna qg sálfræðinga á börnum nokkurra mánaða gömlum leitt í ljós, hvort þeim er stórlega áfátt líkamlega og andlega. Um 6 mán. aldur er venjulega unnt að finna, hvort aðallíffæri líkamans starfa eðlilega og fyrr má finna ýmsa meiri háttar vansköpun innri líffæra, t. d. hjartans.
Sumar tegundir fávitaháttar, svo sem mongólisma, má finna.á fyrstu ævimánuðum barnsins og fávitahátt almennt oftast um 1—1 1/2 árs aldur. Það er nokkur huggun, að þess er kostur að geta þegar á fyrsta og snemma á öðru aldursári greint flest þau börn, sem eru líkamlega og andlega stórlega vanheil. En þegar þess er gætt, að svið hinnar normölu greindar er ákaflega vítt, og enn fremur þess, að flestir. væntanlegir kjörforeldrar eru í góðum efnum og óska þess að taka að sér börn, sem eru a. m. k. ekki neðan við meðallag að greind, en ekki treggáfuð börn, sem litla hæfileika hafa til náms, verður ekki hjá því komizt, að renna nokkuð blint í sjóinn. Bowlby telur, að bezt megi ráða þroskamöguleika ungbarna af greind og hæfileikum foreldra þeirra og náinna ættmenna, en þetta er þó hvergi nærri öruggt. Kjörforeldrar verða, eins og réttir foreldrar, að vera því viðbúnír að taka á sig áhættu. Eftir ísl.lögum má rifta ættleiðingu, ef barnið reynist mjög vanheilt, andlega og líkamlega.

Aldur.
Rökin gegn því, að ættleiða eigi barn snemma, eru því ekki eins sterk og í fyrstu virðist. Er það skoðun margra sérfræðinga,"að bezt sé að barnið fari til kjörforeldra sinna áður en það hefur náð 2—3 mán. aldri, en taka verður þó tillit til móðurinnar og veita henni nægan tíma og ráðrúm til ákvörðunar. Flestir eru sammála um, að óráðlegt sé, að lengur dragist að munaðarlaust barn f'ari til kjörforeldra sinna en um tveggja ára aldur.

Ábyrgð.
Mikil ábyrgð fylgir því að úrskurða barn á hæpnum forsendum óhæft til ættleiðingar, því að það skerðir nær ávallt stórlega framtíðarmöguleika þess. Þó gera margir góðviljaðir menn þetta sakir ýmissa hleypidóma í siðgæðis- og trúarefnum og sakir þess, að þeir gera sér þess ónóga grein, hvað vitað er með nokkurri eða öruggri vissu og hvað eru tilgátur einar og fræðilegir fordómar. Sumar erlendar stofnanir, sem hafa milligöngu um ættleiðingu, láta t. d. alls ekki til kjörforeldra þau börn, sem getin eru í blóðskömm, hversu gáfaðar og mikilhæfar sem ættirnar eru, sem að þeim standa. Aðrar stofnanir fylgja við val kjörbarna hæpnum eða úreltum kenningum umættgengi, láta t.d. ekki barn til ættleiðingar sem  á vangefið systkini, eða ef annað foreldrið er eða hefur verið geðveikt. Nú er fyrir löngu vitað, að ekki eru allir geðsjúkdómar né allar tegundir fávitaháttar ættgeng (t. d. mongólismi), a. m. k. ekki að neinu ráði, og er því með öllu óverjandi að koma í veg fyrir að slík börn séu ættleidd, nema þegar andlegir annmarkar eru miklar líkur séu tilþess, að barninu kippi að þessu leyti í kynið til ættmenna sinna. Loks eru engin frambærileg rök fyrir þeirri útbreiddu skoðun, að öll líkamleg fötlun geri barnið óhæft til ættleiðingar. Það fer eftir eðli hennar og mikilvægi.

Vísir - Um ættleiðingu barna








 


Svæði