Vísir - Um ættleiðingu barna
------------------------
Ættleiðingum hefur farið ört fjölgandi hér á landi — einkum eftir 1940. Frá lokum fyrri heimsstyrjaldar (1918) fram um 1930 voru þau um 10 á ári að meðaltali, en seinustu árin (1952—1958) hafa verið veitt rúmlega 77 ætfleiðingarleyfi árlega til jafnaðar.
Eftir Símon Jóh. Ágústsson
------------------------
Mikilvægt atriði
Sérfræðingar eru allir þeirrar skoðunar, að kjörforeldrar eigiað segja barninu að það sé ekki þeirra barn, og það er mjög mikilvægt, að það sé gert snemma. Barnið þarf að vaxa upp með þessari vitneskju, þá tekur það þessu sem eðlilegum hlut. En ef dregið er áð segja barninu hið sanna, þangað til það er orðið stálpað, getur það haft skaðsamleg áhrif á sálarlíf þess. Um þetta verða þeir, sem hafa milligöngu um ættleiðinguna, að fræða kjörforeldranna. Barnið kemst oftast fyrr eða síðar að hinu sanna, og hjá fámennri þjóð eins og okkur íslendingum er óhugsandi annað en svo verði. Oft segja félagar eða kunningjar barninu frá þessu á ónærfærinn hátt og getur því orðið mikið um. Erlendir sérfræðingar telja, að bezt sé, að kjörforeldrarnir viti ekki um, hverjir eru foreldrar barnsins, og hinni réttu móður þess sé ókunnugt um kjörforeldra þess nema þegar urn ættíngja, vini og nábúa er að ræða. Er þessarar reglu gætt í flestum tilvikum erlendis, en hér á landi er það oft ókleift sakir fámennis. Ef kjörforeldrar þekkja foreldra barnsins og ætt, getur komið fyrir, að þeir skelli skuldinni á ætternið, þegar þeir verða varir við óæskilega eiginleika í fari barnsins og breytir þetta horfi þeirra við því til hins verra. Og ef móðirin þekkir kjörforeldra barnsins getur hún ónáðað þá og valdið þeim margs konar örðugleikum.
Hve margar heppnast?
Hve margar ætleiðngar heppnast vel? Það fer efalaust mjög eftir því hvernig sú stofnun eða menn, sem annast ætleiðnguna, og dæma um hæfi kjöforeldranna og leiðbeina þeim, rækja hlutverk sitt. Tölfræðlegar skýslur munu varla vera til um þetta, sem nokkurt mark er takandi á, og mér er aðeins kunnugt um eina rannsókn, sem hefur verið gerð um þetta og nær hún raunar til fárra heimila: A follow-up study of adoptive Families, eftir Michaels og Brenner. Þessir sálfræðingar athuguðu heimili 50 kjörforeldra. Afstaða 26 þeirra til kjörbarnsins var góð, hjá 18 fremur góð og hjá 6 óheppileg. Um þessi sex óheppilegu tilfelli segja höfundarnir:
Ekkert þessara barna býr við lélegt húsnæði, öll hafa þau nóg til fata og matar, ekkert þeirra, koma kjörforeldrarnir hrottaleg fram við eða meðhöndla það á óforsvaranlegan hátt. Það er ekki í þessum efnum, sem heimilin bregðast. - Ágallar þessara heimila voru í því fólgnir, að kjörforeldrarnir sinntu barninu of lítið, þótti ónæði að því, voru hirðulausir um það eða spilltu því með hóflausu dekri og eftirlæti. Það er erfitt að vita, hvað tölur þessar þýða, því að sambærileg hjón, sem eiga sjálf börn, eru ekki tekin til samanburðar. En samt sem áður er ástæða til þess að ætla, að árangurinn sé fremur góður. Ef allrar varúðar er gætt, þá eru sennilega ekki meiri líkindi á því að kjörbörn fái óheppilegt uppeldi en börn, sem alast upp með foreldrum sínum, enda sé stétt, efnahagur og menning kjörforeldra og foreldra sambærileg. Hlutskipti kjörbarna er líklega engu lakara en hlutskipti barna, sem vex upp með foreldrum sínum flest í miðstéttum og efnaðri stéttum þjóðfélagsins. Kjörforeldrarnir eru yfirleitt í góðum efnum, góðir borgarar, vel kynntir menn, og m.k. engir annmarka- eða vandræðamenn í neinum skilningi — en slíkt verður ekki sagt um alla foreldra — og ekki er sýnt að þeir láti sér síður annt um kjörbörn sín en þótt þeir ættu þau sjálfir. Hitt er svo annað mál, að þeir hafa, þrátt fyrir góðan vilia, misjafnlega gott lag á uppeldi barna.
Ættleiðingum fjölgar.
Ættleiðingum hefur farið ört fjölgandi hér á landi, einkum eftir 1940. Fyrstu 5 árin eftir að stjórnvaldið var flutt inn í landið, 1904—1908, voru veitt 6 ættleiðingarleyfi alls eða rúmlega eitt á ári, en næstu 5 árin, 1909—1913, voru leyfin 15, eða 3 á ári. Frá því í lok fyrri heimsstyrjaldar og fram um 1930 voru um 10 leyfi veitt á ári að meðaltali. Árin 1933—1941 voru veitt samtals 147
leyfi eða 14.7 á ári til jafnaðar, og árin 1942—1951 voru veitt alls 439 leyfi eða nær 44 leyfi árlega að meðaltali.(1)
Síðastliðin 7 ár, 1952—1958, hafa, eftir því sem ég hef komizt næst, verið veitt um 540 ættleiðingarleyfi, eða rúmlega 77 á ári til jafnaðar. Hefur því tala ættleiðingarleyfa aukist síðan lög um ættleiðingu voru sett árið 1953. Ættleiðing er þó miklu tíðari t. d. í Danmörku en hér, þar sem um 30. hvert barn er ættleitt.
Höfuðtilgangur ættleiðingar er að fá kjörbarninu betra upp er að fá kjörbarninu betra uppeldi og öruggari lífskjör en það myndi áð öðrum kosti hljóta, enda segir svo í upphafi 8. greinar laganna: „Leyfi til ættleiðingar verður því aðeins veitt, að ætla megi ættleiðinguna kjörbaminu heppilega, og ætlun kjörforeldra er að ala það upp, það hefur verið alið upp hjá þeim eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi."
Uggur um framvindu ættleiðingarmála.
Ýmsir þeir, sem hafa haft mikil skipti af ættleiðingarmálum eru þó talsvert uggandi um þá framvindu, sem þau hafa tekið hér og þykir ekki nógu tryggilega um hnútana búið. Vil ég benda hér á áðurnefnda grein eftir hrl. Guðmund Vigni Jósefsson, sem um langt skeið hefur verið formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og mjög er kunnugur málum þessum. Gagnrýnir Guðmundur í þessari grein ýmis ákvæði ættleiðingarlaganna og framkvæmd spumingu, hvort ættleiðing í spurninu, hvort ættleiðing í því formi, sem hún tíðkast nú, eigi rétt á sér í okkar þjóðfélagi, og hvort kostir þessa forms séu það miklir, að þeir vegi upp á móti ágöllum þess og þeim hættum, sem því kunna að vera samfara. Varðar gagnrýni Guðmundar aðallega þrjú eftirtalin atriði:
Viss hætta.
Því fylgir viss hætta, einkum í fámennu þjóðfélagi, þegar afmáð eru öll fjölskyldutengsl milli barns og hins rétta foreldris þess. Bæði eru þess dæmi hér á landi, að kjörforeldrar vilja komast hjá að vita um hið rétta foreldri kjörbarns, og eins hins að foreldri vill ekkert um ættleiðendur vita. Þá kosta sumir kjörforeldrar beinlínis kapps um að koma í veg fyrir, að kjörbarn, sem ættleitt er í bernsku, fái síðar vitneskju um rétta foreldra sína. Og þegar haft er í huga, að kjörbarn mun að jafnaði kenna sig til kjörforeldris, „er ekki unnt að loka augunum fyrir vaxandi líkum á þeim samskiptum manna, sem ólögmæt eru og bönnuð í íslenzkum rétti vegna of náins skyldleika."
Vandamál.
Ég held, að hér sé vandamál á ferðinni, sem skotið getur upp þá og þegar og mun færa yfir þá, sem hlut eiga að máli, mikla óhamingju. Systkini, piltur og stúlka, sem eiga kjörforeldra sitt á hvoru landshorni og kenna sig til þeirra, geta hæglega í góðri trú stofnað til náinna kynna og jafnvel tii hjúskapar eins og nú er í pottinn búið, en hins vegar má víst telja, að þau komizt síðar að skyldleika sínum. Er þetta vissulega alvarlegt íhugunarefni.
Annað atriðið, sem greinarhöfundur gagnrýnir, er, að samkv. ættleiðingarlögunum þurfi einungis að leita samþykkis þess foreldris, sem forræði barnsins hefur, til þess að ættleiðingin fari fram. Samþykki móður nægir til þess að óskilgetið barn verði ættleitt. Ef hjón, sem eiga barn, slíta samvistir, verður forræði barnsins að vera óskipt hjá öðru hvoru þeirra, og þarf þá aðeins samþykki þess, sem forræði hefur. Nú getur hitt hjónanna látið sér ekki síður annt um velferð barnsins og verið engu síður til þess hæft að veita því gott uppeldi. Faðir óskilgetins barns, sem búið hefur með barnsmóður sinni, getur og látið sér mjög annt um barnið, en hann getur ekki spornað við því, að móðirin samþykki ættleiðingu þess upp á sitt eindæmi. Guðmundur kemst svo að orði um þetta: „Þegar svona stendur á;,sýnist engin sanngirni vera í því að leyfa öðru foreldri einungis að ákveða svo þýðingarmikla ráðstöfun sem ættleiðing er, og rétt er að hafa í huga, að í reyndinni muni þau tilvik vera miklu fleiri, að einungis þurfi að léita samþykkis annars foreldris, því að oftast mun barn, sem ættleitt er, annaðvort vera óskilgetið afkvæmi foreldra, sem slitið hafa samvistir.
Að vísu gerir 2. mgr. 6. gr. laganna ráð fyrir, að leita skulli umsagnar þess foreldris, sem eigi þarf að samþykkja ættleiðinguna, áður en ávkörðun er tekin, en stjónvald það sem ættleiðingar leyfið veitir, sýnist geta metið það að vild sinni, hvort meira eða minna tillit er tekið til þeirrar umsagnar."
Íhugunarverð gagnrýni.
Þriðja atriðið sem gagnrýni Guðmundar beinist að er fyrirkomulag það sem nú er ágreiðlu fjöskyldubóta samkvt lögum um almannatryggingar. Hyggur hann, að það eigi nokkurn þátt í hinum ört vaxandi fjölda ættleiðnga. Hann kemst m. a. svo að orði um þetta:
„Samkv. 31. gr. l. nr. 50/1946 um almannatryggingar er með fjölskyldu átt viðforeldra og börn þeirra yngri en 16 ára, þar meðtalin stjúpbörn og kjörbörn. Í þessu sambandi eru stjúpbörn talin þau ein, sem ekki eiga meðlagsskyldan föður á lífi.
Setjum svo, að kona, sem átt hefur óskilgetið barn, giftist öðrum en barnsföður sínum og eignist í hjónabandi fleiri börn. Barn hennar, óskilgetið er þá ekki talið til fjölskyldunnar, þegar fjöskyldubætur eru greiddar.
Það getur því verið að því nokkur fjáhagslegur ávinningur fyrir fjölskylduna, að heimilisfaðirinn taki óskilgetið barni konu sinnar að sér sem kjörbarn." Guðmundi virðist, sem gildandi reglur um greiðslu fjölskyldubóta geti orðið mönnum hvöt til að taka að sér kjörbarn, sem ætla má, að ekki hefði verið tekið annars." Og ef það er þessi hagnaðarvon, sem ríður baggamuninn, sem nærri liggur við að halda að stundum sé, þótt torvelt sé að koma hér við sönnunum, er miklu lengra gengið en til hefur verið ætlazt af löggjafanum, sbr. 8. gr. laganna.
Öll þessi gagnrýni Guðmundar virðist mér íhugumarverð, enda er hann málum þessum mjög kunnugur.
Viðbótaratriði.
Ýmsu mætti þó hér við bæta og vil ég takmarka mál mitt við örfá atriði, er mér þykja einkum athugunarverð að því er tekur til ættleiðingarlaganna og framkvæmdar þeirra. Ég vil taka fram, að ég tel ótvíræðan kost á lögunum, að samkv. 15. og 16. gr. þeirra má fella niður ættleiðingu með dómi sakir ýmissa stórfelldra annmarka ættleiðanda eða kjörbarns.
1. f 1. gr. laganna er kveðið svo á, að maður þurfi að hafa náð 25 ára aldri til þess að hægt sé að veita honum leyfi að taka að sér kjjörbarn. Ef hjón ættleiða barn, nægir, að annað þeirra sé orðið 25 ára. Ég tel rétt, að vafasamt sé að veita öllu yngra manni en 25 ára leyfi til ættleiðingar, enda er afar sjaldgæft, að yngri hjón æski þess. En í lögunum er aðeins ákvæði um aldurslágmark ættleiðanda, en engin um aldurshámark hans, en á því er ótvírætt miklu meiri þörf. Ástæður til þess, að varasamt er að fela öldruðu fólki uppeldi barna — en kjörforeldrar sjá auðvitað um uppeldi kjörbarna sinna og ástæða er til að ætla, að fæstir þeirra hafi áður haaft uppeldi barna með höndum — eru þær, að í elli þverr aðlögunarhæfi og aðrir sálarkraftar, vanheilsa og sljóleiki sækja að og gera mörg gamalmenni lítt hæf eða óhæf til þess að bera ábyrgð á uppeldi barna og hafa það ein á hendi. Ráða má og af erlendum rannsóknum, að aldraðir kjörforeldrar, og þá einkum þeir, sem ekki hafa áður alið upp börn, reynist yfirleitt miður hæfir en kjörforeldrar á góðum aldri. Samband ungra kjörbarna við aldraða kjörforeldra verður líkara sambandi barna við afa og ömmu en við foreldra. Virðist mér hæfilegt, að ekki sé eldri hjónum en fimmtugum veitt leyfi til þess að ættleiða nýfætt barn, og önnur aldursmörk séu samræmd þessu, t.d. sé eldri hjónum en sextugum ekki veitt leyfi til ættleiðingar yngra barns en 10 ára.
Þetta væri hin almenna regla, en frá henni mætti þó víkja, þegar sérstaklega stendur á, eins og þegar afi og amma barnsins eiga í hlut eða aðrir nánir ættingjar, enda hafi þeir alið upp börn áður.
2. í 19. grein ættleiðingarlaganna segir: „Ef kjörforeldri og kjörbarn eigast, fellur ættleiðing niður." Ekkert er því lagalega til fyrirstöðu, að kjörforeldri og kjörbörn stofni til hjúskarpar. En ég held, að þetta sé andstætt siðgæðisvitund almennings hér á landi. Á milli kjörforeldra og kjörbarns myndast, ef allt er með felldu, sömu eða svipuð tengsl og siðferðileg afstaða og milli foreldris og barns, og í þeim felst m. a. sá hugsunarháttur, að kynmök milli þeirra séu andstæð góðu siðferði. Þetta ákvæði laganna býður beinlínis þeirri hættu heim, að kjörforeldri taki að sér kjörbarn í ósiðlegum tilgangi eða öðrum tilgangi en þeim að annast uppeldi þess og ganga því í föður eða móður stað. Að mínu viti þarf ákvæði að vera um það í ættleiðingarlögunum, að kjörforeldri og kjörbarni sé bannað að eigast, nema þá með sérstöku leyfi, ef ættleiðingin hefur farið fram áður en kjörbarnið er 21 árs. í sumum löndum, t. d. í Frakklandi, er kjörbörnum sömu kjörforeldra bannað að eigast, sömuleiðis börnum kjörforeldra og kjörbörnum þeirra, nema sérstakt leyfi komi til. Er þetta rökstutt með því að afstaða þessara barna hverra til annarra sé — eða eigi að vera — svo til hin sama og væru þau systkini.
3. Ég er þeirrar skoðunar, að ættleiðingarleyfi eigi að jafnaði aðeins að veita hjónum, en einhleypingum ekki, nema sérstaklega standi á. Sérstaklega virðist mér varhugavert, að ókvæntum karli sé leyft að ættleiða telpu og ógiftri konu sé leyft að ættleiða pilt innan við 21 árs aldur, því að í því getur falizt siðferðileg hætta fyrir barnið. Að þessu er ekkert vikið í ættleiðingarlögunum.
4. Þá hallast ég að því að rétt sé að gera kjörforeldri að skyldu að segja kjörbarni, að það sé ekki þeirra eigið barn og jafnvel að kynna kjörbarni hinn rétta uppruna þess, að svo miklu leyti, sem um hann er vitað, þegar það er komið til vits og ára. Þessi vitneskja varðar kjörbarnið afar miklu, þar sem því er bannað að ganga í hjónaband með of nánum skyldmennum sínum. Virðist mér, að nauðsynlegt sé og rétt, að kjörbarn fái að vita réttan uppruna sinn, þegar það er komið til þroska, og sé dómsmálaráðuneytinu skylt að láta því þessa vitneskju í té. Hvert kjörbarn þarf að hafa skilríki um réttan uppruna sinn.
5. í 8. gr. laga um ættleiðingu segir svo: „Dómsmálaráðuneytið skal, áður en ákvörðun um ættleiðingarleyfi er tekin, afla sér sem gleggstrar vitneskju um hagi væntanlegs kjörforeldris og kjörbarns. Einnig skal leita umsagnar sóknarprests og barnaverndarnefndar." Um þetta mikilvæga atriði sýnist mér vera þörf á nánari ákvæðum. Beint liggur við að fela barnavernarnefnd að annast ávallt milligöngu um ættleiðingu og afla sér vitneskju um þá þrjá aðila, sem þar eiga hlut að máli,
sem sé móður eða foreldra barnsins, barnið sjálft og væntanlega kjörforeldra. Getur varla til mála komið, að ráðuneytið, sem leyfið veitir, annist sjálft þessa milligöngu, heldur feli hana einhverri trúverðugri stofnun. Þessi milli ganga er, eins og áður er lýst, fólgin í margþættri rannsókn, leiðbeiningum og aðstoð.
6. Þótt allir séu sammála um að æskilegt sé, að barnið fari sem fyrst til kjörforeldra sinna, þarf það ekki að þýða, að endanlega sé þá um leið frá ættleiðingunni gengið lagalega. Í sumum löndum eru látnir líða nokkrir mánuðir, jafnvel eitt ár frá því að barnið fer til kjörforeldra sinna og þar til ættleiðingin er andanlega staðfest lagalega. Er þetta gert í beggja þágu, bæði móðurinnar og kjörforeldranna. Veitist þeim með þessu móti tóm til þess að skoða huga sinn, þannig, að tryggt sé, að hvorugur aðilin taki þessa mikilvægu ákvörðun í fljótræði. ekki nærri því allar mæður geta tekið ákvörðun um að gefa barn sitt ófætt, a.m.k. er ekki unnt að treysta ávallt ákvörðun móður þá, því að fæðing barnsins, þegar hún sér það fer að gefa því brjóst og sinna því, getur gerbreytt tilfinningum hennar gagnvart barninu. Ómannúðlegt virðist og rangt, að telja slíka ákvörðun bindandi. Móðurhvötin er ein hin sterkasta og frumrænasta allra mannlegra hvata, og þess vegna virðist mér, að einhver ákvæði þurfi að vera í ættleiðingarlögunum, sem stuðli að því að tryggja það, að móðir afsali sér ekki rétti sínum yfir barni sínu fyrir fullt og allt í stundarörvæntingu, umkomuleysi og fljótræði og sé ekki lokkuð né tæld til þess, heldur geri hún þetta að vel yfirlögðu ráði, er, hún hefur gert sér grein fyrir afleiðingum þessarar ákvörðunar sinnar. Ekkert er vikið í lögunum að þessari hlið málsins, sem er þó sannarlega mikilvæg. Sýnist mér einkum nauðsynlegt, að tekið sé fram í lögunum hvaða háttur skuli hafður á að afla fullnaðarsamþykkis móður eða foreldris barnsins til ættleiðingar þess.
Niðurstaða.
Niðurstaða mín er því sú, að tímabært sé að endurskoða aettleiðingarlögin og koma jafnframt í betra horf aðstoð og leiðbeiningum við þá aðila, sem ættleiðingin varðar persónulega. Og þar sem ættleiðingar eru orðnar hér all-tíðar og fer enn fjölgandi, verður að vanda til þeirra eins vel og framast er unnt. Alltaf verður að hafa í huga velferð og framtíð barnsins, sem í hlut á, enga móður ætti að telja á að láta barn sitt frá sér til ættleiðingar, ef hún er andlega og líkamlega fær til þess að annast sómasamlega uppeldi þess. Ef ytri aðstæður hennar eru örðugar, er fyrsta skylda þjóðfélagsins að koma henni til hjálpar, svo að hún þurfi ekki að láta barnið frá sér fyrir fullt og allt. Annars er ég sammála Guðmundi V. Jósefssyni um það, að í mörgum tilvikum færi betur á því, að íslendingar fylgdu hér meir fornum þjóðarsið að taka börn í fóstur, án þess að rofin væru með öllu tengsl þeirra við rétta foreldra þeirra. Tryggja mætti með lögum umráðarétt fósturforeldra yfir fósturbörnum þeirra, og er það að vísu nú að nokkru gert. Sömuleiðis mætti tryggja slíkum börnum erfðarétt á sama hátt og kjörbörnum nú, ef fósturforeldrar óska þess og það þykir máli skipta. Ekki skal ég um það segja, hvort hér ætti við að taka upp tvenns konar form ættleiðingar með líkum hætti og Frakkar hafa: venjuleg ættleiðing (adoption ordinaire), sem breyta má, og þar sem tengslin milli barns og réttra foreldra eru ekki algerlega rofin og barnið hefur oftast meira og minna samband við foreldra sína og hefur vissar skyldur gagnvart þeim; og fulla ættleiðingu (légitimation adoptive), sem er óriftanleg og rýfur algerlega öll tengsl barnsins við rétta foreldra þess og tengir barnið sömu böndurii við ættleiðendurna sem væri það þeirra skilgetið barn. Á þessi síðarnefnda tegund ættleiðingar sér einkum stað, þegar um munaðarlaus, yfirgefin og vanrækt þöm er að ræða. Hvað sem þessu líður, virðist vera full þörf á að taka þetta mál um fóstur barna og ættleiðingu til gagnverðrar athugunar í heild.
(1) Framangreindar tölur eru teknar úr grein Guðmundar Vignis Jósefssonar: Nokkrar athugasemdir um ættleiðingu. Tímarit lögfræðinga, 3. h, 1955, bls. 148—153.