ÆTTLEIÐINGARSTYRKIR
Í dag, 25. ágúst, var fyrsti fundur nefndar sem undirbýr ættleiðingarstyrki.
Skoðað var hvernig styrkjum er háttað á Norðurlöndunum og litið yfir öll gögn sem ÍÆ, kjörforeldrar og aðrir hafa sent inn. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum til félagsmálaráðherra fyrir 1. október. Þá verður frumvarp um styrkina lagt fyrir Alþingi og væntanlega verða ný lög samþykkt á haustþingi og taka gildi um áramót. Við bindum miklar vonir við að tímasetningin standist, enda hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum að greiðslur verði teknar upp um næstu áramót. Karl Steinar Valsson er fulltrúi stjórnar ÍÆ í nefndinni.