Ættleiðingarstyrkir
Eins og áður hefur komið fram, var samþykkt á Alþingi þann 9.desember sl. að ríkið skyldi greiða ættleiðingastyrki að upphæð 480.000.- til kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út hér í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.
Þó þarf að sækja um ekki seinna en innan sex mánaða frá því erlend ættleiðing er staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út hér í samræmi við lög um ættleiðingar. Réttur til ættleiðingarstyrks fellur niður að þessum tíma liðnum.