Fréttir

Ættleiðingarstyrkir samþykktir

Stór stund rann upp fyrir okkur þegar Alþingi samþykkti frumvarp félagsmálaráðherra um styrki til ættleiðinga erlendra barna.

Hér er á ferðinni réttlætismál eins og ráðherrann talaði um þegar hann fylgdi frumvarpinu eftir á þinginu. Ánægjulegt var að sjá hversu jákvæð viðbrögð allt þetta mál hefur fengið og eiga þingmenn þakkir skyldar fyrir að samþykkja málið á skömmum tíma. Á þessum tímapunkti er vert að þakka öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti hafa lagt sitt af mörkum til málsins en það eru fjölmargir í þeim hópi.

Þetta er líklega eitt þýðingarmesta mál sem við höfum stuðlað að í langan tíma og því vert að hafa bros á vör á slíkum tímamótum.

Með því að smella á tengilinn getur þú skoðað frumvarpið og feril þess á Alþingi.http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=133&mnr=429

 

Svæði