Fréttir

Ættleiðingarþunglyndi: Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar

Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir kjörmóðir og nemi í MA námi í félagsráðgjöf til starfs-réttinda verður með kynningu á BA ritgerð sinni miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20:30 í stofu 201 – Ofanleiti 2 (þar sem Háskólinn í Reykjavík var til húsa).

Efni ritgerðarinnar er ættleiðingarþunglyndi og vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleið-ingar á barni erlendis frá.

Markmiðið með ritgerðinni er að auka vitund verðandi kjörforeldra og þeirra sem þegar eru kjörforeldrar um þá vanlíðan sem getur gert vart við sig í kjölfar ættleiðingar. Hér er efni á ferð sem á erindi til allra kjörforeldra, sérstaklega þeirra sem nú eru á biðlista eða eru nýkomnir heim með barn.

Í kynningunni mun Heiða fjalla um hugtakið ættleiðingarþunglyndi, helstu einkenni þess, áhættuþætti og afleiðingar ásamt því að skoða hvað er til ráða og svara spurningum.

Kynningin og umræður taka um það bil eina klukkustund.


Svæði