Aftur til Kína
Mæðgurnar Hrafnhildur Ming og Þórunn Sveinbjarnardóttir ætla að segja félögum í ÍÆ frá ferð sinni til Kína í haust, sýna myndir og svara spurningum á fundi laugardaginn 4. febrúar kl. 13 í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í stofu 415.
Meðal annars verður sagt frá heimsókn á Jiangxin-barnaheimilið, hvernig Jiangxi-hérað og Beijing kom þeim fyrir sjónir, og almennt frá upplifun þeirra beggja af Kína. Í haust voru 8 ár frá því að Hrafnhildur Ming kom heim frá Kína en hún verður 10 ára í sumar.
Fundurinn stendur í u.þ.b. klukkustund
Hér er hægt að nálgast auglýsingu fyrir fræðsluna.