Aldrei verið auðveldara að leggja lið
Félagsmenn brugðust vel við þegar kallað var eftir fólki til að hlaupa í nafni félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu. Fimm einstaklingar hafa skrá sig til leiks og einn hópur boðhlaupara.
Það hefur sjaldan verið jafn auðvelt að styrkja söfnun Íslenskrar ættleiðingar fyrir börn erlendis sem búa við erfiðar aðstæður. Það er jafn auðvelt og að senda SMS því með einum smáskilaboðum í númer hlauparanna er hægt að heita á þá 500, 1000 eða 2000 krónum.