Fréttir

Alþjóðlegar ættleiðingar aftur leyfðar til Hollands

Í janúar 2021 voru ættleiðingar frá erlendum ríkum stöðvaðar eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að núverandi kerfi innihélt veikleika og að hættan á misnoktun var til staðar. Nú hefur verið ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegar ættleiðingar til Hollands en umgjörðin um ættleiðingar verður breytt. Eingöngu verður mögulegt að ættleiða börn erlendis frá sem eiga ekki möguleika á viðeigandi umönnun í upprunalandi sínu. Ættleiðing verður háð strangari skilyrðum samkvæmt bréfi frá ráðherranum Franc Weerwind og mun eingöngu verða eitt ættleiðingarfélag í stað þeirra fjögurra sem eru í dag.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Hollenskra yfirvalda og frétt sem birtist á vef DutchNews.nl.


Svæði