Fréttir

Ár snáksins: Nýársfögnuður í Háskólabíói

Nú gengur í garð ár snáksins og af því tilefni býður Kínverska sendiráðið til nýársfögnuðar föstudaginn 24. janúar næstkomandi í Háskólabíói. Um er að ræða móttöku sem hefst klukkan 18 og sýningu eftir Shanxi Art Troupe sem hefst klukkan 19. Shanxi Art Troupe ferðast til Íslands sérstaklega af þessu tilefni. Um er að ræða tónlist og söng, töfra og loftfimleika. 

Hægt er að næla sér í miða hér: Chinese New Year of Snake | Tix en ágóðinn rennur til Landsbjargar.

Félagsmenn geta fengið ókeypis miða með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 588-1480 til hádegis á morgun föstudaginn 24. janúar, eða svo lengi sem miðar verði enn í boði.


Svæði