Barnasund/Vatnsleikur fyrir ættleidd börn
Í vetur mun ég bjóða upp á barnasund/vatnsleik fyrir ættleidd börn. Ég heiti Kristín Valdemarsdóttir og er íþróttakennari og að auki ungbarnasundkennari, félagi í BUSLA, félagi ungbarnasundkennara. Ég á dóttur sem ættleidd er frá Kína 2005.
Síðasta vetur var mikil umræða um tengslamyndum á meðal kjörforeldra og fór ég því að lesa mér aðeins til um tengslamyndun. Í öllum bókum var sagt að ein besta leiðin til að styrkja tengslin við ættleidda barnið er að fara með því í bað eða sund. Ungbarnasund á Íslandi er fyrir 3-6 mánaða gömul börn og þegar ættleidd börn koma til landsins eru þau yfirleitt orðin of gömul fyrir ungbarnasundið. Svo komast þau ekki í framhaldsnámskeið af þvi að þau hafa ekki farið í ungbarnasund!! Einnig eru í boði sundskólar fyrir 2-4 ára gömul börn og eru ættleiddu börnin of ung fyrir þann hóp. Því eru börnin okkar að missa af mikilvægri örvun á þessu tímabili í lífi sínu og datt mér því í hug að hafa námskeið eingöngu fyrir þessi börn.
Megin áherslan á námskeiðinu verður lögð á gæða samverustund milli foreldra og barna í rólegu umhverfi. Einnig verður mikil áhersla á leik og söng. Gerðar verða ýmsar æfingar sem auka geðtengsl og hreyfiþroska. Einnig verður farið yfir helstu undirstöðuatriðin í sundinu með foreldrum.
Markmið barnasundsins er að:
· Auka geðtengsl milli foreldra og barna.
· Auka traust milli foreldra og barna og styrkja
samskiptin.
· Stuðla að eðlilegum hreyfiþroska.
· Tryggja vellíðan barns í vatni
· Stuðla að vatnsvana þannig að barn hafi vald á
líkamanum í vatnsumhverfi snemma í barnæsku.
Hvenær:
Á fimmtudögum kl. 16:00. Ef mikil skráning verður mun verða annar tími kl. 15:30
Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur, þ.e. 1 sinni í viku í 10 vikur. Tíminn er 40 mín í senn en auk þess er hægt að fara í heitan pott og slappað af.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 29.september og stendur til 1.desember.
Hvar:
Námskeiðið fer fram í glæsilegri sundlaug Reykjalundar í Mosfellsbæ.
Skráning:
fer fram hjá Kristínu í síma 695-3008 og einnig er hægt að skrá sig á kristinv@itr.is
Verð:
8000 kr. fyrir 10 tíma námskeið
Fjöldi barna í hóp er 9-11 börn auk foreldra. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 1-2 ára.