Börn sem bíða eftir fjölskyldum
Það er okkur sérstök ánægja að tilkynna að öll 5 börnin með skilgreindar sérþarfir, sem CCAA bað Íslenska ættleiðingu um að finna fjölskyldur fyrir, hafa fengið fjölskyldur á Íslandi. Gert er ráð fyrir að þau muni koma heim með vorinu eða í sumar.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar þakkar félagsmönnum fyrir jákvæðar viðtökur sem ættleiðingar á börnum með skilgreindar sérþarfir hafa fengið.
Gera má ráð fyrir að CCAA sendi ÍÆ upplýsingar um börn með skilgreindar sérþarfir 2 til 3 á ári í framtíðinni. Þeir sem hafa áhuga á ættleiðingu barns með skilgreinda sérþörf er bent á ítarlegar upplýsingar, sem er að finna undir flipanum Félagsmenn á vefsíðunni, en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍÆ og fá upplýsingar eða til að skrá sig á biðlista.