Fréttir

Breytinga að vænta á Indlandi

Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar fór á fund CARA (Centra Adoption Resourses Agency) á Indandi þann 27. janúar síðastliðinn. Við óskuðum eftir fundinum vegna þess að lengi hefur legið í loftinu að breytinga sé að vænta á fyrirkomulagi ættleiðinga frá landinu.

Þó engar staðfestar yfirlýsingar hafi verið afhentar á fundinum er óhætt að segja með nokurri vissu að eftirfarandi breytinga sé að vænta:

  • Breytingar verða tilkynntar í lok febrúar eða byrjun mars.
  • CARA mun halda gagnagrunn sem félögin fá aðgang að og þar eigum við að geta fylgst með stöðu mála.
  • Þetta hefur í för með sér að allar umsóknir verða sendar til CARA, ekki á barnaheimilin.
  • Ekki verður þörf á að gera samninga við önnur barnaheimili, þar sem kerfið verður miðstýrt.
  • Starfsleyfi verða gefin út til langs tíma, það er að minnsta kosti stefnan.

Á fundinum notaði fulltrúi okkar einnig tækifærið til að veita CARA upplýsingar um Ísland, velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið, almannatryggingakerfið, ættleiðingarfélagið og stöðu þess gagnvart stjórnvöldum. Við trúum því að eftir fundinn, sem var afar gagnlegur, sé Ísland greinilegra á alheimskortinu hjá CARA og við höfum ástæðu til að vænta áfram jafn góðra samskipta við Indversk ættleiðingaryfirvöld og við höfum átt í um tvo áratugi.


Svæði