Fimleikafjör 28.október og dagskrá Skemmtinefndar ÍÆ 2017/2018
Laugardaginn 28. október ætlum við að skella okkur í fimleikafjör í sal Aftureldingar í Íþróttahúsinu við Varmá. Mæting er klukkan 15 og við ætlum að leika okkur til klukkan 16.45. Hver og einn mætir með eitthvað matarkyns á sameiginlegt hlaðborð.
Jólaball verður haldið í desember (vonandi 9. eða 10.), enn er unnið að staðfestingu á sal og staðfest dagsetning send út þegar nær dregur.
Sunnudaginn 4. febrúar ætlum við að hittast í íþróttafjöri í sal Íþróttafélags fatlaðra í Hátúni. Fjörið hefst klukkan 10 og stendur til 12. Húlladúlla verður með okkur og heldur sýningu á húllalistum ásamt því að kenna okkur sitthvað á því sviði. Þrautabraut og sprikl fyrir alla.
Laugardaginn 24. mars PÁSKABINGÓ – staðsetning auglýst síðar
Laugardaginn 19. maí ætlum við að sigla saman út í Viðey, leika okkur í fjörunni og hafa gaman.
ÚTILEGA – verið er að skoða með að endurvekja þann sið að halda útilegu og stefnan er sett á helgina 29. júní til 1. júlí.
Unnið er að því að finna staðsetningu sem gæti hentað fyrir hópinn.
Kveðja Skemmtinefnd Íslenskrar Ættleiðingar