Fréttir

Dominíkanska lýðveldið

Kristinn og Adalberto á skrifstofu CONANI
Kristinn og Adalberto á skrifstofu CONANI

Framkvæmdastjóri félagsins heimsótti Dóminíkanska lýðveldið með það fyrir augum að stofna til sambands á milli landanna. Fundað var með miðstjórnvaldi Dóminíkanska lýðveldisins CONANI sem ber ábyrgð á öllum ættleiðingum í landinu, jafnt innanlands ættleiðingum sem alþjóðlegum.

Á fundinum var farið vel yfir íslenska ættleiðingarmódelið og allt skipulag í kringum ættleiðingar á Íslandi.

Fulltrúar CONANI heilluðust af verklagi Íslenskrar ættleiðingar og voru spenntir að taka upp samstarf við félagið. Flestar spurningar þeirra snerust um fræðslu fyrir ættleiðingu og eftirfylgni við fjölskyldurnar eftir heimkomu.

Framkvæmdastjóri CONANI kynnti framkvæmd ættleiðingarmálaflokksins í Dominíkanska lýðveldinu og virðist vera faglegt og gott starf unnið þar.

Þar sem Dominíkanska lýðveldið er aðila að Haagsamningnum um verndun barna og samvinnu um ættleiðingar milli landa svipar regluverkinu við önnur lönd sem félagið er í samvinnu við.

2018.04.05_Giovanni KI og Adalberto.jpg

Síðastliðin ár hafa tiltölulega fáar ættleiðingar verið í Dominíkanska lýðveldinu. Á síðasta ári voru þær 74 og þar af voru um helmingur ættleiðingar innanlands.

Yfirvöld sögðu frá því að það mætti búast við að biðtími eftir ættleiðingu barns frá Dominíkanska lýðveldinu gæti verið 3-4 ár.

Við fyrstu sýn virðist umgjörð barnverndarstarfs vera vel sinnt og starfsfólk málaflokksins sér faglegt og að því sé annt um hagsmuni skjólstæðinga sinna.

Íslensk ættleiðing hefur ákveðið að halda áfram að kanna möguleika á samstarfi við Dominíkanska lýðveldið.


Svæði