Fréttir

EFTIRFYLGNI- Follow up skýrslur

Umsækjendur um ættleiðingu hafa allir skrifað undir skuldbindingu um að gera skýrslur um aðlögun og þroska barns síns. Það er mjög mikilvægt að standa skil á skýrslunum á réttum tíma því erlend ættleiðingaryfirvöld vilja fá að fylgjast með að börnunum sem ættleidd eru til útlendinga vegni vel. Oft er áframhaldandi samstarf undir því komið að vel sé staðið að eftirfylgni.

Indland.
Skila þarf 14 skýrslum, þ.e. 4 sinnum á ári fyrstu 3 árin og síðan á hálfs árs fresti í 2 ár. Skýrslunum er skilað á ensku og eiga að segja frá því helsta í þroska og aðstæðum barnsins. Nokkrar myndir eru sendar með skýrslunum. Nýlega kom bréf frá CARA í Delhi þar sem mikilvægi skýrslanna er ítekað. Ýmsar fjölskyldur hafa staðið sig frábærlega með skýrslurnar og við þökkum þeim fyrir. Aðrir hafa alls ekki staðið sig og verða nú að taka sig á. Þeir sem skulda skýrslur eiga að gera strax þá skýrslu sem síðast hefði átt að skila miðað við heimkomu barnsins og reyna síðan að bæta úr því sem á vantar. Þetta er mjög áríðandi varðandi framhald samstarfs við indversk stjórnvöld. Leiðbeiningar um skýrslunar fást á skrifstofu ÍÆ.

Kína.
Til Kína þarf aðeins að skila 2 skýrslum, 6 mánuðum eftir að barnið koma heim og svo ári eftir heimkomu. Skrifstofa ÍÆ sendir fjölskyldunum spurningalista og svör við honum eru uppistaða skýrslunnar. Skýrslurnar eru gerðar á íslensku og þýddar á kínversku fyrir sendingu til kínversku ættleiðingarmiðstöðvarinnar, 6 myndir eiga að fylgja. Stjórnvöld fylgjast náið með að öllum skýrslum sé skilað. Þeir sem skulda skýrslu eru beðnir að skila fyrir sumarfrí. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.

Kólumbía.
Eftirfylgni er nú 4 skýrslur sem skilað er á 6 mánaða fresti, ásamt nokkrum myndum af barninu og fjölskyldu þess. Sent út á ensku og þýtt þar á spænsku. Leiðbeiningar fást á skrifstofu ÍÆ.

Tékkland.
Eftirfylgni er 5 sinnum, skýrsla er gerð eftir 1 mánuð, aftur eftir 4 mánuði og svo á árs fresti í 3 skipti. Skýrslurnar með myndum eru sendar til ættleiðingarskrifstofunnar í Tékklandi. Einnig þarf að senda ættleiðingarskjalið og staðfestingu á ísl. ríkisborgararétti. Nánari leiðbeiningar hjá ÍÆ.

Tæland. 
Þangað þarf að skila 4 skýrslum, þeirri fyrstu 2 mánuðum eftir heimkomu barnsins og síðan á tveggja mánaða fresti. Eftir að 8 skýrslum hefur verið skilað er hægt að huga að skráningu endanlegrar ættleiðingar sem fer fyrst fram í Tælandi og síðan hér heima.


Svæði