Fréttir

Spennandi og áhugaverður fyrirlestur

Mjög spennandi fyrirlestur og góð mæting.
Mjög spennandi fyrirlestur og góð mæting.

Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldin sl. í miðvikudagskvöld 28. október í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari kvöldins var Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, MA í fjölskyldumeðferð.  Hún hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. 

Þess má geta að Rakel Rán er um þessar mundir að ljúka framhaldsnámi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð við University of Massachusettes Boston.  

Fyrirlestur hennar var skipt upp í tvo meginhluta.  Í fyrri hluta fyrirlesturins fjallað Rakel Rán um mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skiptingu heilans í gamla heila og nýja, hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum.  Í seinni hluta fyrirlestursins kynnti hún mismunandi tengslagerðir fólks, öruggar og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Auk þess varpaði hún ljósi á leiðir til að ýta undir tilfinningalega þrautseigju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma.  

Mæting á fyrirlesturinn var mjög góð og nokkrir nýttu sér möguleikann að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu.  Almenn ánægja var með fyrirlestur Rakelar og kjölfar hans sköpuðust líflegar og fræðandi umræður. 

Við bendum á heimasíðu Rakelar Ránar:  fyrstuarin.is og hvetjum fólk til að sjá mjög spennandi og fræðandi efni um tengsl og heilastarfsemina þ.e. Stillface experiment (https://www.youtube.com/watch?v=apzXGEbZht0) og Experiences Build Brain Architecture (https://www.youtube.com/watch?v=VNNsN9IJkws).

Við hörmum og biðjumst velvirðingar á smá töfum sem urðu á því að fyrirlesturinn gæti hafist tilsettum tíma sem var vegna óviðráðanlegra tæknilegra ástæðna.  ÍÆ mun kappkosta draga úr líkunum á því að slíkt gerist aftur.

 

 

 


Svæði