Fyrirlestur á vegum NAC um málþroska ættleiddra barna
Nordic Adoption Council (NAC) stendur fyrir rafrænum fyrirlestri miðvikudaginn 23.nóvember kl. 15:00, um málþroska ættleiddra barna. Félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar er boðað að taka þátt.
Fyrirlesturinn eru haldin af Lenu Santamarta-Höglund, talmeinafræðingi frá Svíþjóð, en hún hefur mikla reynslu af vinnu með málþroska ættleiddra barna.
Einungis 130 geta tekið þátt í þessum fyrirlestrinum og þarf að skrá sig hér.