Fréttir

Er eitthvað að óttast?

Í janúar bauð félagið uppá fyrirlestur Björns Hjálmarssonar  barna- og unglingageðlæknis, sem nefndist "Er eitthvað að óttast?" þar sem fjallað var um  snjallsímanotkun barna og unglinga, skjátímann sem hefur verið að lengjast á undanförnum árum eftir því sem tækninni fleygir fram. Björn starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans en þar hefur skjólstæðingum verið að fjölga sem hafa þurft á þjónustu að halda vegna vandamála sem hægt er að tengja við snjallsímanotkun.  

Fyrirlestur Björns þótti mjög fræðandi og áhrifaríkur.  

Félagið hefur lagt sig fram um að þjónusta sem flesta og hefur boðið þeim sem ekki hafa tök á því að koma á fyrirlestranna að fylgjast með þeim í beinni útsendingu. Þessi þjónusta er sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu 

Síðan í haust hefur félagið boðið uppá barnagæslu fyrir þá sem þurfa á að halda. Að þessu sinni mættu 8 börn.


Svæði