Farsæld fyrir ættleidd börn
Miðvikudaginn 17.janúar skrifaði framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar undir styrktarsamning við mennta- og barnamálaráðuneytið til tveggja ára um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands.
Starfsfólk og stjórn félagsins hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka skilning stjórnvalda á því hversu mikilvæg þjónusta og stuðningur eftir ættleiðingu er fyrir farsæld ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra.
Við fögnum því þessum áfanga að farið sé af stað með þetta verkefni til tryggja að ættleidd börn fái samþætta þjónustu á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Sjá frétt hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu hér.