Fréttir

Félagsfundur ÍÆ 29. janúar næstkomandi

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á félagsfund Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20 í Framvegis salnum Borgartúni 20. Farið verður yfir starfið og dagskrá ársins 2025. Einnig verður yfirlit yfir hvað er í gangi í heiminum hvað varðar ættleiðingar en miklar breytingar hafa verið á síðustu misserum sem að sjálfsögðu hafa áhrif á Ísland. Í lokin veltum við fyrir okkur framtíð ættleiðinga á Íslandi og ýmsu öðru eins og til dæmis stuðningi við uppkomna ættleidda. Á fundinum er markmiðið m.a að ræða ættleiðingarmál í einlægni og ræða hvert skal stefna og hvernig félagið kemst á þann áfangastað sem félagsmenn sjá fyrir sér. 

Til að geta áttað okkur á fjölda væri gott að senda línu á isadopt@isadopt.is ef fólk hefur hug á að mæta. 
Boðið verður upp á kaffi og kleinur og bókin Máttur tengslanna verður á einstöku tilboðsverði, 1.500 kr. 

 


Svæði