Fréttir

Fimleikafjör í Björkinni 29. mars 2025

Laugardaginn 29. mars frá klukkan 13:30 – 14:30 verður fjölskyldufjör hjá Fimleikafélaginu Björkinni, Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Börnin geta hoppað í klukkutíma og svo er boðið upp á súkkulaðiköku á eftir fyrir börn og fullorðna. 
Salurinn tekur hámark 30 börn.

Gjald fyrir þátttöku:
Félagsmenn – Frítt fyrir fullorðna og börn.
Ekki félagsmenn – 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.

Athugið að uppkomnir ættleiddir sem ekki eru skráðir í félagið geta skráð sig endurgjaldslaust í eitt ár. 

Allir þátttakendur eru hvattir til að koma með vatnsbrúsa og auðvitað góða skapið!

 

 


Svæði