Fréttir

Fjáröflun

Fjáröflunarnefnd ÍÆ stóð fyrir skemmtilegri fjáröflun þann 19. ágúst, en það kvöld bauðst félagsmönnum að mæta í vörutalningu í Debenhams og gefa laun sín. 

Mættu nítján manns og gekk svo vel að hópurinn fékk kauphækkun fyrir vel unnin störf.  Söfnuðust 110.364 krónur, sem verður að teljast gott á einu kvöldi.  Miklar líkur eru á því að framhald verði á þessari samvinnu og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna næst þegar fjáröflunarnefnd auglýsir eftir fólki í vörutalningu.  


Svæði