Fjögur framboð
Samkvæmt 7. gr. laga Í.Æ. skulu framboð til stjórnarkjörs berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Aðalfundur verður 23. mars. Framboðsfrestur rann því út í gær.
Fjögur framboð bárust. Frambjóðendur eru Ágúst Guðmunsson, Hörður Svavarsson, Jón Gunnar Steinarsson og Vigdís Ósk Sveinsdóttir.
Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri telst hann sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar.