Fjölskylduhátíð Kínverska sendiráðsins og Íslenskrar ættleiðingar
Sendiherra Kína á Íslandi Hr. Zhang Weidong og sendiherrafrúin Zhou Saixing hafa óskað eftir liðsinni Íslenskrar ættleiðingar vegna fjölskylduhátíðar sem þau bjóða til þann 8.apríl kl 15:00 til 17:00 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík. Þau hafa beðið félagið að hafa milligöngu um að bjóða börnum sem hafa verið ættleidd frá Kína til Íslands ásamt fjölskyldum þeirra til hátíðarinnar.
Til þess að þau geti áætlað fjölda gesta biðjum við þig um að skrá þá sem munu þiggja boðið hér fyrir neðan.
Frá því að ættleiðingar hófust frá Kína til Íslands hafa 182 börn verið ættleidd. Börnin eru á mjög mismunandi aldri og hafa sendiherrahjónin óskað eftir því að fá upplýsingar um á hvaða aldri börnin eru sem þiggja boðið. Því óskum við eftir að við skráninguna komi fram aldur barnsins.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir laugardaginn 25.mars.