Fréttir

Flest börn sem ættleidd hafa verið eru frá Kína

Fyrir nokkrum dögum kom 165. barnið frá Kína heim til Íslands með fjölskyldu sinni. Börn sem ættleidd eru frá Kína til Íslands eru því stærri hópur en börn frá nokkru öðru landi.

Lengi vel komu mörg börn árlega frá Indlandi en þau eru núna 164 alls. Í kjölfar breytinga indverskra stjórnvalda á ættleiðingarferlinu, sem enn eru ekki yfirstaðnar, hægði mjög á ættleiðingum þaðan og nú er svo komið að ekkert barn hefur verið ættleitt frá Indlandi til Íslands í tvö ár sem er sama þróun og þekkist á öðrum Norðurlöndum.

Frá því að ættleiðingar hófust frá Kína fyrir rúmum tíu árum hafa flest börn árlega komið þaðan og það hefur haldist óbreytt þó biðin á almenna biðlistanum hafi lengst þá hefur biðin verið mjög stutt á svokölluðum SN biðlistum og stundum ekki nema örfáir sólarhringar.

Það er gaman að segja frá því í þessu samhengi að tvö börn til viðbótar eru nú á leið heim frá Kína eftir nokkrar vikur.


Svæði