Foreldrar barna frá Kína
Fjölskylduboð 20. apríl kl. 10:00 til 12:00
Dagana 19. til 22. apríl dvelur sendinefnd frá CCAA í Kína á Íslandi í boði Íslenskrar ættleiðingar. Í tilefni af komu þeirra ætlar Íslensk ættleiðing að bjóða fjölskyldum sem ættleitt hafa börn frá Kína að hitta sendinefndina þann 20. apríl (Sumardaginn fyrsta) milli kl. 10:00 og 12:00 í Framsalnum, Safamýri 26 í Reykjavík.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur ættleiddra barna frá Kína til að hitta yfirstjórn CCAA og sýna þeim hve vel fallegu börnunum okkar vegnar á Íslandi. Við vonumst til að Kínafarar taki vel í þetta boð og fjölmenni þrátt fyrir stuttan fyrirvara.
Til að halda kostnaði í lágmarki fyrir þetta boð óskum við eftir framlagi frá gestum í formi veitinga til að leggja á hlaðborð en kaffi, gos og djús verður í boði félagsins. Við leggjum áherslu á að veitingarnar séu í einfaldari kantinum m.a. að þær henti einnig börnum og jafnvel með íslensku yfirbragði t.d. kleinur, upprúllaðar pönnukökur, jólakökur, skúffukökur, flatkökur með hangikjöti, síld og rúgbrauð, brauð með reyktum laxi, ávexti og svo mætti lengi telja, eitthvað sem er hægt að borða án mikilla áhalda.
Með von um góðar undirtektir,
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar.