Fréttir

Frá Indlandi

Við vorum að fá þær góðu fréttir frá Kolkata að barnaheimilið okkar er loksins búið að fá endurnýjað starfsleyfi sitt til að sjá um ættleiðingar til útlendinga.

Nýja starfsleyfið gildir í 3 ár og við vonum að sá tími verði gjöfull. Búast má við að nokkurn tíma taki að koma málum á skrið eftir tafirnar en um leið og við fréttum meira höfum við samband við þá sem efstir eru á Indlandslistanum.
Í ár hafa aðeins komið heim 2 börn frá Kolkata. Í Indlandi er nú markvisst unnið að því að fækka ættleiðingum til útlendinga. Ættleiðingum innan Indlands hefur fjölgað en mjög mörg börn alast upp á barnaheimilum.


Svæði