Fræðsla - Leitin að upprunanum
Þættirnir Leitin að upprunanum hafa vakið mikla eftirtekt hjá almenningi og hafa landsmenn tekið þáttunum ótrúlega vel.
Nú er búið að segja sögur Brynju Dan, Kolbrúnar Söru og Rósíku.
Síðasti þátturinn verður svo uppgjör eftir upprunaleitina. Í þættinum fara Brynja, Kolbrún og Rósíka yfir upplifun sína af þessu magnaða ferðalagi. Félagar Íslenskrar ættleiðingar fá forskot á sæluna og fá að sjá lokaþáttinn í forsýningu og fá tækifæri til að spyrja þremenninganna spjörunum úr.
Leitin að upprunanum |
Fimmtudagurinn 8. desember kl. 20:00 Hótel Hilton – salur E, Suðurlandsbraut 2 Skráning á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar Frítt fyrir félagsmenn – 1000 krónur fyrir aðra |