Fræðsluefni
28.04.2006
Við viljum benda nýjum félagsmönnum á ritið Kjörfjölskyldan sem fæst á skrifstofu ÍÆ og er hægt að fá sent í pósti.
Ritið fjallar um ættleiðingu frá ýmsum sjórnarhornum og er ágæt kynning á ættleiðingarmálum, bæði fyrir umsækjendur, ömmur og afa og aðra fjölskyldumeðlimi barnanna og ýmsa sem umgangast ættleidd börn. Kjörfjölskyldan var gefin út 2003 og kostar kr. 1000
Bókasafn ÍÆ er aðgengilegt fyrir félagsmenn á skrifstofunni. Þessa dagana eru að bætast í það bækur frá Bandaríkjunum.
Einnig viljum við benda á góðan tengil á fjölmenningarsíðu Breiðholtsskóla
þar sem er skemmtilega uppsettur fróðleikur um ýmis lönd en frá sumum þeirra hafa komið ættleidd börn til Íslands.