Fræðslukvöld um ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir undirbúið
Nú er unnið að undirbúningi fræðslukvölds um ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Nýju fólki fylgja breytingar og nýr framkvæmdarstjóri CCAA í Kína hefur gefið út að nú verði lögð meiri áhersla á ættleiðingu barna með skilgreindar þarfir (special need).
Hópur fólks sem leggur drög að fræðslukvöldinu fundaði í vikunni og gerði Gestur Pálsson barnalæknir og trúnaðarlæknir Í.Æ. okkur þann heiður að koma til liðs við hópinn.