Fréttir

Framboð til stjórnar ÍÆ

Framboðsfrestur til stjórnar ÍÆ er runninn út.  Kosið verður um 3 sæti í stjórn og eftirtaldir gefa kost á sér til stjórnarsetu:

Ágúst Hlynur Guðmundsson er giftur Kristínu Valdemarsdóttur og eiga þau eina dóttur, Matthildi sem er ættleidd frá Jiangxi héraði í Kína 2005 og er búin að vera með umsókn um annað barn í gangi í tvö ár, einnig frá Kína.  Ágúst er með stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni,  er menntaður rafeindavirki og vinnur við sölu, aðstoð og þjónustu við lækningatæki og heilbrigðisvörur hjá fyrirtæki sem heitir Inter Medica.  Hann hefur einnig hef farið á fjölmörg námskeið sem tengjast vörum í heilbrigðisgeiranum.

Hörður Svavarsson er búsettur í Hafnarfirði og er leikskólakennari að mennt.  Hann starfar sem aðstoðarskólastjóri í Reykjavík og stundar jafnframt meistaranám í menntunarfræði við Háskóla Íslands.  Yngsta dóttir Harðar kom til fjölskyldunnar frá Kína árið 2005 og vonir sem dofnað hafa í tvö ár standa til að þaðan komi annað barn í fyllingu tímans.

Ingibjörg Jónsdóttir stúdent frá Flensborg, með BA í félagsfræði frá Háskóla Íslands og master í félagsfræði frá LSE.  Gift dr. Guðmundi Rúnari Árnasyni.  Hún á einn uppkominn stjúpson (31), uppkominn son( 25) og tvær dætur (8) og (10) ættleiddar frá Indlandi.  Ingibjörg hefur verið með undirbúningsnámskeið vegna forsamþykkis undanfarin 5 ár.  Ingibjörg  hefur verið í stjórn ÍÆ síðan 2002 og formaður síðan 2005 og hún hefur verið fulltrúi ÍÆ í Euradopt, (Evrópsk regnhlífasamtök um ættleiðingar) undanfarin 4 ár.  Ingibjörg gefur kost á sér til endurkjörs.

Reynir Þór Finnbogason er giftur Kristínu Waage.  Þau eiga eina dóttur sem er ættleidd frá Kína 2005 og bíða nú eftir öðru barni frá Kína.  Reynir er stúdent frá Mennaskólanum við Sund og með framhaldsnám í tónlist og í upptökutækni í Hollandi.  Hann hefur starfað sem tæknimaður og upptökustjóri fyrir sjónvarp og geisladiska og sem tónlistarkennari.  Starfar nú sem söluráðgjafi tæknimála.

Vigdís Ósk Sveinsdóttir er fædd í Jakarta Indónesíu hinn 2. október 1982, dóttir hjónanna Sveins Frímannssonar tæknifræðings og Sædísar Vigfúsdóttur sjúkraliða.  Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2002, tók BA próf í lögfræði við Háskólann á Akureyri 2006 og ML próf í lögfræði við Háskólann á Akureyri 2008.  Vigdís hefur unnið margvísleg störf, starfaði m.a. sem lögreglumaður með lögfræðináminu, var um tíma aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og starfar nú sem lögfræðingur hjá Lögmönnum Höfðabakka.  Vigdís hefur þekkingu af ættleiðingarmálum í gegnum fjölskylduna og sem varamaður í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar 2006-2008.


Svæði