Framboðsfrestur til stjórnarkjörs
Eins og kynnt hefur verið í bréfi til félagsmanna verður haldinn aukaaðalfundur Íslenskrar Ættleiðingar þann 21. apríl klukkan 20:00 að Ofanleiti 2 í stofu 201 (húsi Háskólans í Reykjavík).
Á dagskrá fundarins er að kjósa tvo stjórnarmenn í stað þeirra sem hafa sagt sig úr stjórninni og tvo til vara, auk lagabreytinga til að heimila kjör varamanna.
Framborðsfrestur til stjórnar og varamannakjörs rennur út á miðnætti þriðjudagskvöldið 7. apríl. Senda skal inn framboð á netfangið isadopt@simnet.is
Fyrirkomulag verður með þeim hætti að þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta teljast réttkjörnir stjórnarmenn en þeir tveir sem næstir koma í röðinni að atkvæðamagni hljóta kjör sem varamenn.
Frambjóðendur verða kynntir hér á vef félagsins eftir að framboðsfrestur er liðinn.